fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ótrúleg uppgötvun á lítilli japanskri eyju – Getur haft mikil áhrif um allan heim

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 06:54

Minamitorishima. Mynd:CMSGT Don Sutherland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítil japönsk eyja, Minamitorishima, er heldur betur kominn inn á heimskortið eftir ótrúlega uppgötvun sem vísindamenn gerðu á og við eyjuna. Fæstir vita eflaust nokkuð um þessa litlu eyju, sem er aðeins 1,3 ferkílómetrar, í Kyrrahafi. Eyjan er um 1.100 km suðaustan við Japan og er óbyggð.

Rannsóknir vísindamanna á eyjunni og hafsbotninum í kringum hana hafa leitt í ljós að þar er að finna ótrúlegt magn af mjög sjaldgæfum og dýrum steinefnum. Þetta mun væntanlega hafa mikil áhrif á japanskt efnahagslíf og efnahagslíf heimsins.

Wall Street Journal er meðal þeirra fjölmiðla sem skýra frá þessu.

Nature birti í janúar skýrslu um málið. Í henni kemur fram að vísindamenn hafi fundið yttrín sem dugir heiminum í 780 ár, evrópíum sem dugir heiminum í 620 ár, terbín sem dugir heiminum í 420 ár og dysprósín sem dugir í 730 ár.

Þá spyrja eflaust margir í hvað þessi steinefni eru notuð. Yttrín er til dæmis notað við framleiðslu sjónvarpa. Evrópíum er til dæmis notað við framleiðslu sjónvarpa og tölvuskjá. Það er einnig notaði í mynstur í evruseðlum og til við prófanir á Downs-heilkenni. Terbín er einnig notað við framleiðslu sjónvarpa og tölvuskjáa og í segla. Dysprósín er notað í lasera, halógenperur og við framleiðslu geisladiska.

Kínverjar hafa fram til þessa ráðið yfir nær öllum birgðum heimsins af þessum efnum. Í skýrslu frá 2015 kemur fram að þeir ráði yfir um 95 prósent af þekktum birgðum af þessum efnum. En nú verður breyting þar á.

Wall Street Journal hefur eftir Jack Lifton, stofnanda Technology Metals Research, að þetta breyti miklu fyrir Japan. Nú sé kapphlaup hafið um hvernig er hægt að vinna þessi steinefni úr jarðveginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“