fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Mál Aldísar er þyngra en tárum taki“ – Málsvörn Jóns Baldvins byggir á að hún sé ómarktækur geðsjúklingur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 07:59

Aldís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá í gær skrifaði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann svaraði ásökunum í sinn garð um kynferðislega áreitni og kynferðisleg ofbeldi. Í greininni fjallaði hann mikið um Aldísi dóttur sína og RÚV en Aldís kom nýlega fram í viðtali hjá RÚV um málið. Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnendur á Rás 2, svara skrifum Jóns í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Sjald­an hef­ur birst grein í fjöl­miðli með jafn öf­ug­snún­um titli og hér í Morg­un­blaðinu í gær. Höf­und­ur er Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem ber hálfsann­leik, róg og hrein­ar lyg­ar á borð fyr­ir les­end­ur und­ir yf­ir­skrift­inni „sann­leik­ur­inn er sagna best­ur“. Til­efnið er viðtal sem við und­ir­ritaðir tók­um við dótt­ur Jóns, Al­dísi Schram, á dög­un­um. Al­dís hef­ur í marga ára­tugi mátt sæta því að vera út­máluð sem ómark­tæk­ur geðsjúk­ling­ur og hef­ur það verið meg­inþemað í málsvörn Jóns frá því að fjöl­marg­ar kon­ur komu ein af ann­arri fram með frá­sagn­ir um kyn­ferðis­brot, áreitni og ósæmi­lega hegðun hans í sinn garð. Höf­um í huga að það var Jón Bald­vin sem fyrst­ur hóf umræðu um veik­indi dótt­ur sinn­ar op­in­ber­lega. Al­dís hef­ur ekki haft sama aðgang að fjöl­miðlum enda „geðveik“. Sam­kvæmt lækn­is­skýrsl­um sem Al­dís leyfði und­ir­rituðum að sjá var hún á sín­um tíma greind með geðhvörf. Í fram­haldi af þess­ari op­in­beru umræðu um mál Al­dís­ar hafa lækn­ar út­skýrt að geðhvörf lýsa sér alls ekki þannig að sjúk­ling­ur­inn sé með óráði, rang­hug­mynd­ir og ómark­tæk­ur með öllu. Þvert á móti er fólk fylli­lega tengt við raun­veru­leik­ann nema rétt þegar mik­il man­ía brýst fram en hún stend­ur venju­lega stutt yfir.”

Segir í inngangi greinar þeirra. Þeir vitna síðan í ummæli Sigursteins Mássonar, formanns Öryrkjabandalagsins, í Morgunblaðinu í gær en þar sagðist hann ekki þekkja nein dæmi þess að fólk með geðhvörf sé í stöðugum ranghugmyndaheimi. Það sé algjörlega fráleitt að halda því fram að taka beri minna mark á upplifun þeirra sem greinast með geðhvarfasýki. Slíkt ber vott um fáfræði og fordóma segir Sigursteinn sem hefur sjálfur glímt við geðhvörf.

„Of­an­greind orð Sig­ur­steins, sem duga auðvitað ein og sér til þess að jarða væg­ast sagt ósmekk­leg „rök“ og ít­rekaðar til­raun­ir Jóns Bald­vins til að út­mála Al­dísi dótt­ur sína sem ómark­tæk­an geðsjúk­ling, eru þó ekki eina rök­semd­in fyr­ir því að taka viðtal við hana í morg­unút­varpi Rás­ar tvö.“

Segja Helgi og Sigmar í grein sinni og víkja síðan að málsvörn Jóns Baldvins.

Al­dís hef­ur það upp­áskrifað frá sér­fræðingi í klín­ískri sál­fræði, Gunn­ari Hrafni Birg­is­syni, að eng­in merki um geðhvörf fund­ust við skimun í ít­rekuðum viðtöl­um og per­sónu­leika­próf­um árið 2014. Einnig er hún með vott­orð frá lækni um and­legt heil­brigði sem gefið er út 2012. Um þetta fer Jón háðuleg­um orðum í grein sinni. Enda hent­ar það ekki málsvörn­inni um geðveiki Al­dís­ar að hún hafi verið greind með al­var­leg áfall­a­streitu­ein­kenni vegna kyn­ferðisof­beld­is í áliti sér­fræðings­ins en ekki geðhvörf. Þá hafa ásak­an­ir Al­dís­ar, sem hún hef­ur haldið á lofti í ára­tugi, um til­tek­in brot föður síns gegn kon­um verið staðfest­ar af þeim sjálf­um.“

Þeir víkja síðan að orðum Aldísar um að Jón Baldvin hafi nýtt sér stöðu sína sem valdamaður í þjóðfélaginu til að láta loka hana inni á spítala. Þeir segja að Aldís hafi að sjálfsögðu fengið að segja þetta í þættinum þar sem hún hafi getað stutt þessi orð sín með gögnum sem sýna fram á að Jón Baldvin notaði bréfsefni sendiráðsins eða titlaði sig sendiherra.

„Slíkt er með öllu óheim­ilt líkt og komið hef­ur fram í yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Frétta­menn eru ekki ábyrg­ir fyr­ir orðum viðmæl­enda sinna, en það hefði verið frá­leitt með öllu að birta ekki gögn sem sýna svart á hvítu að Jón Bald­vin gef­ur beiðni sinni sem for­eldri um að svipta dótt­ur sína frelsi aukið vægi með því að skrifa und­ir sem sendi­herra. Það er því hafið yfir vafa að hann reyndi að mis­nota aðstöðu sína hvað þetta varðar en það var hins veg­ar hvergi full­yrt af und­ir­rituðum að lækn­ar og heil­brigðis­starfs­fólk hefðu gefið af­slátt af sinni fag­mennsku þrátt fyr­ir til­raun­ir Jóns.“

Þeir segja síðan að Jón Baldvin og lögreglan þurfi að skýra hvers vegna afskipti lögreglunnar af Aldísi eru skráð sem aðstoð við erlend sendiráð hjá lögreglunni.

„Því þannig er það svart á hvítu skráð hjá lög­reglu; „aðstoð við er­lent sendi­ráð“. Slík skrán­ing verður varla til í tóma­rúmi og sú ásök­un Al­dís­ar því rétt. Merki­legt nokk þá slepp­ir Jón Bald­vin því al­ger­lega í grein sinni að nefna þessi gögn sem þó eru veiga­mik­il rök fyr­ir því að birta viðtalið.“

Þeir segja síðan að sumt í grein Jóns sé ekki aðeins rangt heldur einnig ósmekklegt.

„Hann legg­ur sér­staka lykkju á leið sína til að velta því upp hvort Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins ætti ekki að end­ur­skoða greiðslu ör­orku­bóta til Al­dís­ar af því hún hef­ur efa­semd­ir um grein­ing­una!“

Í niðurlagi greinar sinnar víkja Helgi og Sigmar að þeirri þöggun og útskúfun sem Aldís hefur mátt þola vegna meintra veikinda hennar.

„Mál Al­dís­ar er þyngra en tár­um taki. Í ára­tugi hef­ur hún mátt þola þögg­un og út­skúf­un út af meint­um veik­ind­um sín­um. Í ár­araðir hafa fjöl­miðlar, und­ir­ritaðir þar ekki und­an­skild­ir, sýnt sögu henn­ar tóm­læti, jafn­vel þótt fólk sem grein­ist með geðhvörf sé ekki á nokk­urn hátt „í stöðugum rang­hug­mynda­heimi“. Blaðamenn geta ekki í dag af­greitt sögu henn­ar sem „geðveiki“ eða „fjöl­skyldu­harm­leik“. Fjöldi kvenna hef­ur staðfest ásak­an­ir henn­ar í gegn­um árin með því að stíga fram og segja frá hegðun Jóns Bald­vins. Al­dís styður mál sitt gögn­um, svo sem sjúkra­skýrsl­um, lækn­is­vott­orðum, lög­reglu­skýrsl­um og skrán­ingu, og svo sendi­ráðspapp­ír­um. Viðtalið við hana átti því fullt er­indi við al­menn­ing og von­andi er sá tími liðinn að hægt sé að af­greiða upp­lif­un þeirra sem glíma við and­leg veik­indi sem óráðshjal. Það væri vel hægt að leiðrétta fleira í grein Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar enda tókst hon­um ekki einu sinni að veita full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar um spyrl­ana í þessu viðtali. Þeir voru nefni­lega tveir en ekki einn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis