fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hjörleifur enn reiður yfir Skaupinu og Gísla: „Ekki búinn að gleyma rassskellinum sem hann fékk hjá Sigmundi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. febrúar 2019 22:00

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, athafnamaður og Miðflokksmaður, skrifar reglulega pistla sem vekja furðu. Á dögunum sagðist hann aldrei hafa séð konu sem „gæti haldið kjafti í fjórar klukkustundir“. Nú finnur hann bæði áramótaþætti Gísla Marteins og Skaupinu allt til foráttu. Hann mælir með því að fólk horfi frekar á The Late Late Show With James Corden.

„Þar sem RÚV er haldið gangandi með áskriftargjöldum landsmanna og nokkrum milljörðum króna að auki frá sömu aðilum hefur það trúlega þótt við hæfi að „gleðja“ þjóðina með tveimur áramótaskaupum. Það fyrra var nauðaómerkilegur þáttur Gísla Marteins föstudaginn 28. desember, þar sem hann greinilega í sínum þáttum reynir að apa eftir stórgóðum þáttum í sjónvarpi Símans sem heita The Late Late Show With James Corden. En Gísli Marteinn kemst ekki með tærnar þar sem Corden hefur hælana og munar þar nokkrum metrum og vil ég því benda fólki á þessa stórgóðu þætti hjá James Gorden því hann er bæði skemmtilegur og mjög góður þáttastjórnandi og fær til sín í viðtöl alvörufólk, þekkta leikara frambærilega og gamansama, en er aldrei í því að rægja fólk eða leggja í einelti,“ segir Hjörleifur í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Steinunn pirruð

Hann segir að viðmælendur Gísla Marteins hafi lagt fólk í einelti og vísar þar líklega í Klausturmálið. „Jóla- og áramótaboðskapur í þætti Gísla Marteins var Klausturdellumálið fræga þar sem nokkrar listaspírur ásamt þáttastjórnanda, glottandi út að eyrum allan þáttinn, rægðu menn og lögðu í einelti. Fréttir herma að Sigurjón Kjartansson hafi í handriti farið ósmekklegum og ljótum orðum um Downsfólk og gert auðvitað mæður þessara einstaklinga ævareiðar. Sigurjón þessi var mjög stóryrtur um Klausturfólkið. Það hefur aldrei verið sama Jón og séra Jón á Íslandi. Í Klausturdellumálinu var um að ræða ofurölvi menn, sem aldrei kemur fram, menn sem höfðu í áfengisvímu látið sér um munn fara miður sæmilegt og í einhverjum tilfellum ljótt orðbragð um samstarfsfólk,“ segir Hjörleifur.

Hann segir enn fremur að Steinunn Ólína hafi virkað pirruð í þættinum. „. En sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, er haft eftir þeim sem allt veit og verður gaman að fylgjast með hvaðan grjóthríðin heldur áfram. Þátturinn endaði svo á yfirheyrslu Gísla Marteins yfir Báru Halldórsdóttur, þeirri sömu og hleraði samtalið hjá þeim ofurölvuðu og kom því í fjölmiðla. Greiðsla? Einhverra hluta vegna var leikkonan Steinunn Ólína fengin Báru til halds og trausts við yfirheyrsluna. Steinunn Ólína virkaði pirruð í þættinum og Gísli Marteinn var eflaust ekki búinn að gleyma rassskellinum sem hann fékk hjá Sigmundi Davíð í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum,“ segir Hjörleifur.

Blöskrar Skaupið

Hjörleifi fannst svo Skaupið síst skárra. „Svo kom þetta árvissa skaup á gamlárskvöld að vanda en til þess hafði verið valið til handritsgerðar af RÚV sanntrúað samfylkingarslekti með í fararbroddi fyrrverandi handbendi Dags B., sem er Ilmur Kristjánsdóttir. Og það var til þess að auðvitað steingleymdist braggamálið, eitt mesta klúðursmál aldarinnar. En því var reddað allsnarlega og á síðustu stundu var handritið rifið upp, ekki til að setja braggamálið inn heldur Klausturdellumálið þar sem Ilmur leikkona leiddi börn í jólaösinni til að líta eftir jólasveinum í glugga eins og börn hafa gaman af en móðirin afvegaleiddi börnin sín að glugga þar sem sjá mátti ofurölvaða menn að hrakyrðast. Það fer ekki sögum af hátíðarrölti blessaðra barnanna,“ segir Hjörleifur.

Hann segir kominn tími á stjórnsýsluúttekt á RÚV: „Í lögum um Ríkisútvarpið segir að það skuli í starfsháttum sínum ábyrgjast að sanngirni og hlutlægni sé gætt í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Nýjustu fréttir herma að Ríkisendurskoðun hyggist gera stjórnsýsluúttekt hjá RÚV og mun úttektin ná til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisrekstrar RÚV. Þetta mun vera í fyrsta skipti í 24 ár sem slík úttekt er gerð. Kannski ekki vanþörf á?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis