fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hermann bar saman ábyrgð skipstjóra og bankastjóra – Þá birti Hólmgeir þetta myndband

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmgeir Austfjörð, sjómaður, varð ekki sáttur þegar störf bankastjóra voru borin saman við störf skipstjóra í útvarpinu um daginn og birti af því tilefni myndband á Facebook sem sýnir vel hversu ólík störf sjómanna eru störfum bankastjóra.

Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri KEMI, sem áður stýrði N1, furðaði sig á í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, að laun skipstjóra, væru ekki gagnrýnd með sama hætti og laun bankastjóra.  Þegar litið sé til launa bankastjóra þurfi að reikna með því hversu flókið starfið er og þá miklu ábyrgð sem bankastjórar bera.

Hólmgeir bendir á, í færslu á Facebook,  að ólíkt bankastjórum þá beri skipstjórar ábyrgð á mannslífum. Störfin séu með öllu ósambærileg.  Með færslunni lét hann svo fylgja myndband sem sýnir aðstæður á sjónum, í leiðindaveðri í síðasta túr sem hann fór í. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Í samtali við blaðamann segir hann að ádeilan sé ekki á persónu bankastjórana heldur á kerfið og á hvað sjálftaka í efstu lögum ríkisrekstrarins er yfirgengileg.

„Þingmenn eru með svimandi há laun og allskonar bætur og styrki ofan á allt. Það þarf að taka til í ríkiskassanum svo um muni, þá er hægt að gera mikið betur við þá lægst launuðu í þessu landi. Svo er þessi samanburður á störfum auðvitað fáránlegur því skipstjórar eru ekki á launum hjá ríkinu og launin eru árangurstengd. Þannig er það ekki hjá æðstu yfirmönnum landsins. Þeir fá alltaf sitt.“  

Hér fyrir neðan má lesa færslu Hólmgeirs og skoða myndbandið

Ég heyrði í útvarpinu í dag eitthvað spjall um ábyrgð og tekjur í starfi, þar var einhver meistari að bera saman skipstjóra og bankastjóra. Hann sagði bankastjórann hafa nokkur hundruð manns í starfi og ábyrgðin væri því mikil.

Það má svo sem vel vera að ábyrgðin sé mikil á meðan ekkert slæmt gerist hjá þessum blessuðum bankastjórum, við vitum hins vegar að ábyrgðin er engin þegar illa fer. Þannig er því ekki háttað hjá skipstjórum sem bera ábyrgð á mannslífum, þessu tvennu er einfaldlega ekki hægt að líkja saman. Myndbandið sem hér fylgir er af heimstiminu úr síðasta túr. Þarna er vindhraði um 30m/s. Myndbandið fangar samt engan veginn hversu slæmt þetta var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis