fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Jón Baldvin segir handrit að ásökununum á hendur sér hafa verið skrifað 2006 – Segist vita hver skrifaði það

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 07:40

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, skrifar grein, sem heitir Leikhússmiðjan ehf?, í Morgunblaðið í dag þar sem hann fjallar um hluta þeirra ásakana sem hafa verið bornar á hann um kynferðisbrot. Í greininni segir hann að fyrir 13 árum hafi honum borist í hendurnar kvikmyndahandrit þar sem söguþráðurinn sé sá sami og nú í gangi varðandi ásakanir á hendur honum um kynferðisbrot.

Jón segist hafa eytt kvöldstund í að renna yfir þær sögur, sem konur í stuðningshópi Aldísar Schram, hafa birt um hann á netinu. Þetta hafi hann þurft að gera vegna væntanlegra málaferla. Jón segir höfundana hafa skipst í tvo hópa, þær hugrökku sem koma fram undir nafni og þær sem skýla sér bak við nafnleynd.

Jón segir að margt sé sameiginlegt í þessum sögum.

„Þegar þetta er lesið saman, sést að margt er sameiginlegt með sögunum. Dreissugur valdsmaður misbeitir valdi sínu til að níðast á minnimáttar sakleysingjum. Svo breytist karakterinn í drykkfellt dusilmenni, sem konum og börnum stafar hætta af, þegar rökkva tekur. Subbulegustu sögurnar eru nafnlausar. Það þýðir að höfundarnir þora ekki að standa við orð sín. Og sá sem rægður er, fær engum vörnum við komið.”

Segir Jón og víkur síðan að einu sögunni sem hann segir að getið sé um stað og stund í en það sé ráðherrabústaðurinn árið 1996.

”Sagan er svona: Valdamaðurinn er veisluglaður en situr áfram eftir veislulok. Og er enn þurfandi. Hann er sagður æpa yfir tóman salinn: „Mig vantar kvenmann.“ Þegar engin gegnir kallinu, ryðst hann fram í eldhús og hremmir þar stúlkubarn. Hún er sögð 16 ára í sögunni, en verður 13 ára í endursögnum samfélagsmiðla. Þetta er eina sagan sem unnt er að sannreyna, bæði stað og stund.”

Jón segist muna vel eftir að hann hafi ekki komið inn fyrir dyr í ráðherrabústaðnum eftir að hann hætti í ríkisstjórn 1995 fyrr en mörgum árum síðar þegar hann sat þar fund með utanríkisráðherra Eistlands.

” Ég spurði því veisluhöld ríkisins, sem annaðist veitingar þar á þessum árum, hvort hann gæti staðfest þetta? Hérna er svarið: „Af gefnu tilefni vottar undirritaður það hér með, að Jón Baldvin Hannibalsson var aldrei veislugestur í Ráðherrabústað á árinu 1996. Sögur um orð hans og athafnir í eða eftir veislu í ráðherrabústað á því ári fá því ekki staðist. Þess skal og getið, að enginn í starfsliði mínu í eldhúsi var eða hefur verið undir lögaldri.“

Jón segir að þarna sé því um uppspuna að ræða.

„Fyrst eina sagan, sem unnt er að sannreyna, reynist vera uppspuni, stendur eftir spurningin: Hvað þá með allar hinar? Þar með rifjast upp gömul saga, nærri gleymd. Það var árið 2006. Mér barst í hendur kvikmyndahandrit, sem virtist vera eftir óþekktan en upprennandi höfund af erlendum uppruna. Júrí Khristovski. Um hvað var handritið? Jú, það var um hrokafullan valdamann, sem misbeitti valdi sínu til að níðast á saklausum fórnarlömbum. Og breyttist þegar rökkva tók í fordrukkinn delerant, sem konum og börnum stóð hætta af.”

Segir Jón um kvikmyndahandritið og heldur áfram umfjöllun um það.

”En í kvikmyndahandritinu fékk þessi ódámur makleg málagjöld. Ungur og einarðlegur Rússi og kona hans, Vera (boðberi sannleikans) bjarga málum á seinustu stundu. Rússinn réttláti gengur í skrokk á hinum vesæla valdamanni. Barmmikil og bólfimleg eiginkona hans, þ.e. valdamannsins, og móðir Veru, iðrast grátandi synda sinna og biður, skríðandi á fjórum fótum, um fyrirgefningu Veru, sannleiksgyðjunnar, fyrir að hafa brugðist börnum sínum. Að lokum heyrum við kór (kvenna) kirkjunnar þar sem sópran sannleikans og hinn rússneski bassi réttlætisins lofsyngja drottinn allsherjar, sem bannfærir illmennið (föður Veru) en gefur fyrirheit um fyrirgefningu til handa hinni eigingjörnu móður, ef hún lýtur réttlátri reiði Guðs skilmálalaust. Amen. Hallelúja.”

Segir Jón og víkur því næst að höfundi þessa kvikmyndahandrits.

”Söguþráðurinn er sá sami og í sögum #metoo-kvennanna. Sömu sögupersónur. Sama kynlífsþráhyggjan. Sama heilagsanda upphafningin. Meira að segja keimlíkar verknaðarlýsingar. Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni? Mér láðist að geta þess áðan, að þegar nánar er að gáð reynist höfundarnafnið – Júrí Khristovski – vera skáldanafn. Höfundurinn, sem leynist þar að baki, er Aldís Baldvinsdóttir, nú þekktari undir nafninu Aldís Schram.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar