fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sást til Jóns Þrastar við bar rétt fyrir hvarfið: „Hlýtur að vera verra en dauði þar sem maður veit ekkert“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar safnar nú fyrir leitinni að honum á vefsíðunni Gofundme. Þar kemur fram að búið sé að rekja ferðir hans í nágrenni við barinn McGettigan’s að morgni laugardagsins 9. febrúar. Hann ku sjást á eftirlitsmyndavél barsins rétt fyrir hádegi þann dag.

Jón Þröstur Jónsson og unnusta hans fóru til Dublin til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala, að sögn systur hans. Víðtæk leit að honum hefur staðið yfir undanfarna daga þar sem í hlut eiga meðal annars írska lögreglan og íslenskir sjálfboðaliðar. Fjölskylda hans stefnir að því að safna 1,3 milljónum króna og fer sú söfnun vel af stað. Nú þegar hefur safnast tæp hálf milljón króna.

Samkvæmt fyrrnefndri vefsíðu þá virðist lögreglunni á Írlandi gruna að hann hafi farið í leigubíl í nágrenni við barinn, nánar tiltekið við Highfield-spítala. Systir Jóns, Þórunn Jónsdóttir, skrifaði á dögunum pistil um hvarf bróður síns þar sem hún reyndi að vinna gegn kjaftasögum um málið.

„Miðaldra maður með tattú sem fer til Dublin til að spila póker og hverfur svo, hann hlýtur að vera vafasamur, ekki satt?“ skrifar Þórunn en segir raunin sé allt önnur: „Jón hefur alltaf verið sjálfstæður og fór snemma að heiman. Hann er blíður og vinsamlegur, afburðagreindur, hæglátur en þó félagslyndur. Ekki pólitískur og ekki trúaður. Fjölskyldumaður og faðir/stjúpfaðir fjögurra sterkra barna, 11, 11, 16 og 17 ára.“

Á Twitter má sjá að málið hefur vakið athygli Íra. Lynn nokkur deilir mynd af auglýsingu þar sem lýst er eftir Jóni. Því tísti hefur verið deilt mörg hundruð sinnum. „Átakanlegt, þetta hlýtur að vera verra en dauði þar sem maður veit ekkert,“ skrifar Lynn.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga