fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Móðir Nöru Walker sækir um náðun fyrir hana: „Grimmdarleg ákvörðun að senda dóttur mína í öryggisfangelsi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 17:21

Nara Walker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir Nöru Walker, ungrar ástralskrar konu sem dæmd hefur verið í fangelsisvist hér á landi fyrir líkamsárás, hefur sent beiðni um náðun hennar til dómsmálaráðuneytisins. Lagaheimild er fyrir náðun fanga sem forseti Íslands framkvæmir eftir ákvörðunum dómsmálaráðuneytisins.

Nara Walker var dæmd fyrir árás á eiginmann sinn en meðal annars beit hún tungu hans svo hún gekk sundur. Einnig réðst hún á gestkomandi konu og veitti henni heldur minni áverka.

Nara Walker hefur ávallt staðhæft að hún sé þolandi heimilisofbeldis og hafi veitt áverkana í sjálfsvörn. Engu að síður var hún dæmd í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 mánuði skilorðsbundið. Nara hóf afplánun sína í fangelsinu á Hólmsheiði í dag.

„Mér finnst það vera grimmdarleg ákvörðun að senda dóttur mína í öryggisfangelsi. Ég hef þungar áhyggjur af andlegri heilsu hennar og möguleikum á því að ná aftur styrk,“ skrifar móðirin, Jane Walker, í náðunarbeiðninni.

Nara Walker hefur verið í farbanni síðan atburðurinn átti sér stað og segir móðir hennar að hún sé bæði tilfinningalega og fjárhagslega á þrotum. Hún hafi ekki atvinnuleyfi á Íslandi og geti því ekki aflað sér tekna.

Jane Walker gagnrýnir rannsóknina á máli dóttur hennar, sem og réttarhöldin, því litið hafi verið framhjá þeirri staðreynd að hún hafi verið þolandi ofbeldis og brugðist við í sjálfsvörn. Hafi Nara sýnt lögreglunni áverka sem hún hafi hlotið af ofbeldi eiginmanns síns.

Walker leggur einnig fram vottorð frá sálfræðingi sem vottar að Nara sé með áfallastreituröskun. Hefur DV það vottorð undir höndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“