fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ríkið borgaði bjórbað Guðlaugs og Timo

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 10:50

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið greiddi á dögunum reikning upp á um 185 þúsund krónur frá Bjórböðum ehf. á Árskógssandi. RÚV greinir frá þessu en þar kemur fram að reikningurinn er tilkominn vegna heimsóknar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, í Bjórböðin.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í svari til RÚV að Guðlaugur og Soini hafi kynnt sér atvinnulíf og starfsemi fyrirtækja á Tröllaskaga þegar sá síðarnefndi var hérlendis nýverið

„Meðal annars heimsóttu þeir Bjórböðin á Árskógssandi ásamt föruneyti sínu. Eigendur fyrirtækisins, sem jafnframt reka Bruggsmiðjuna á Árskógssandi, hafa hlotið mikið lof fyrir atvinnuuppbyggingu og nýsköpun,“ segir Sveinn.

Stakt bjórbað kostar 7.900 krónur meðan parabjórbað kostar 14.900 svo líklegt má þykja að fleiri en þeir tveir fóru í bjórbað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt