fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fréttir

Ung móðir lokuð inni í sjö klukkustundir eftir rifrildi við transkonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 19:00

Kate Scottow

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur á Twitter urðu til þess að ung móðir var handtekin fyrir framan tíu ára gamla einhverfa dóttur sína og látin dúsa í fangaklefa í sjö klukkustundir. Þetta gerðist í Hertfordshire á Englandi. Þær Kate Scottow og Stephanie Hayden, sem er transkona, höfðu verið að kýta á Twitter og í þeim deilum kallaði Scottow Hayden karlmann. Sú síðarnefnda kærði skrif hennar.

Nokkru síðar komu þrír lögreglumenn á heimili Kate Scottow og handtóku hana. Þeir lögðu hald á snjallsíma hennar og fartölvu og lögðu fram réttartilskipun þar sem henni er meinað að kalla Stephanie Hayden karlmann.

Scottow var sökuð um „herferð og úthugsaða áreitni“ og að hafa notað tvo Twitter-reikninga til að áreita Hayden.

Í frétt Metro af málinu kemur fram að lögreglan í Hertfordshire segist taka „tilkynningar um fjandsamleg samskipti alvarlega.“

Stephanie Hayden

Scottow segist hafa verið handtekin fyrir framan tíu ára gamla einhverfa dóttur sína og 20 mánaða gamlan son sem sé á brjósti. Hún var látin sitja í sjö klukkustundir í varðhaldi áður en hún var yfirheyrð.

Uppfært:

Stephanie Hayden hefur nú stigið fram með yfirlýsingu þar sem fréttum breskra fjölmiðla af málinu er andmælt. Segist hún hafa kært konuna fyrir að standa á bakvið twitter aðgang sem byrjaði að dreifa persónuupplýsingum um Hayden án hennar samþykkis, þar á meðal upplýsingum um fjárhag hennar. Tilkynnti Hayden málið til lögreglu sem ákvað að grípa til aðgerða vegna þessa misferlis. – Beðist er velvirðingar á villandi fréttaflutningi um að Scottow hafi verið handtekin fyrir að kalla Hayden karlmann. Mun það ekki hafa verið ástæðan fyrir handtökunni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kona réðst á gesti og starfsfólk á veitingahúsi

Kona réðst á gesti og starfsfólk á veitingahúsi
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt par á gráum sendibíl vekur óhug í Mosfellsbæ

Dularfullt par á gráum sendibíl vekur óhug í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Bárða fékk sting í hjartað þegar hann sá þessa mynd

Einar Bárða fékk sting í hjartað þegar hann sá þessa mynd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta