fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fréttir

Kristín Ólafsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Pieta samtakanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna á Íslandi en samtökin stunda forvarnarstarf gegn sjálfsvígum. Kristín er menntuð í viðskiptum og með LLM próf í mannúðar- og mannréttindalögfræði. Hún hefur undanfarin ár sinnt margvíslegum stjórnunarstörfum og setið í stjórn ýmissa samtaka og félaga. Kristín tekur við starfinu af Sirrý Arnardóttur.

Kristín segir að hún sé spennt fyrir komandi verkefnum. „Miðað við stöðuna í dag þá er starfsemi Píeta samtakanna nánast kraftaverk. Gott fólk í öllum stöðum. Á innan við ári er þjónusta við þá sem eru í sjálfsvígshættu eða stunda sjálfskaða vel mótuð og augljóst er að þörfin er mikil. Yfirlýsing Pieta samtakanna er einstaklega falleg og á erindi til okkar allra:

„Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín. Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan og gera mitt besta til að aðstoða, án þess þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja hann/hana til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka.“

Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Baldursgötu 7 í Reykjavík.  Til Píeta samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki.

„Meðferð okkar er mótuð af samúð og virðingu fyrir hverjum þeim sem til okkar leitar og áhersla lögð á lausnir og uppbyggingu. Miðað er að því að leysa yfirstandandi krísu með viðkomandi og glæða von um líf sem er þess virði að lifa. Kennd eru ýmis bjargráð til að fást við erfiðar tilfinningar ásamt streitu- og tilfinningastjórnun og samskiptafærni. Gefinn er kostur á allt að 15 viðtölum, en þörfin er metin í hverju tilviki fyrir sig. Þegar við á er fjölskyldu og/eða nánustu aðstandendum boðið að taka þátt í meðferðinni, með það að markmiði að styrkja stuðningsnet einstaklingsins. Gefinn er kostur á allt að 5 viðtölum fyrir aðstandendur. Meðferðin er skjólstæðingum að öllu gjaldfrjáls og það sem mér finnst hvað merkilegast er að þetta er fjármagnað af framlögum frá fólki eins og mér og þér og fallegum félagasamtökum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kona réðst á gesti og starfsfólk á veitingahúsi

Kona réðst á gesti og starfsfólk á veitingahúsi
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt par á gráum sendibíl vekur óhug í Mosfellsbæ

Dularfullt par á gráum sendibíl vekur óhug í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Bárða fékk sting í hjartað þegar hann sá þessa mynd

Einar Bárða fékk sting í hjartað þegar hann sá þessa mynd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta