fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fréttir

Kolbrúnu grunar að atvikið á Kaffibarnum sé sviðsett: „Læðist ekki sá grunur að neinum?“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG til margra ára og fyrrverandi umhverfisráðherra, segist gruna að atvikið á Kaffibarnum þar sem Snæbjörn Brynjarsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata, veittist að blaðamanninum Ernu Ýri Öldudóttur sé sviðsett.

Sjá einnig: Segir af sér varaþingmennsku vegna dónaskapar í garð blaðamanns

Þetta segir hún í athugasemd við Facebook-færslu Snæbjörn þar sem hann tilkynnir að hann hafi sagt af sér. Líkt og greint hefur verið frá þá ku Snæbjörn hafa hellti sér yfir Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann Viljans, í portinu á Kaffibarnum um helgina og segir Erna hann hafa hótað sér ofbeldi. Hún fullyrðir  að Snæbjörn hafi lýst því yfir að hann hataði hana og vildi berja hana. Sjálfur kveðst Snæbjörn ekki hafa hótað henni ofbeldi en staðfestir að hann hafi lýst fyrirlitningu sinni á henni.

Kolbrún, sem er velkunn listaheiminum en hún starfaði lengi sem leikari, setur fram þá kenningu að atvikið hafi mögulega verið einhverskonar gjörningur. „Læðist ekki sá grunur að neinum hér að listamaðurinn SB hafi sett þessa atburðarás á svið? Slíkt er ekki óþekkt meðal listamanna sem hafa þá sýn að hlutverk listarinnar sé að benda á bresti í samfélaginu…? Nú þekki ég Snæbjörn ekki nema af góðu einu, hef aldrei séð hann koma fram af öðru en ljúfmennsku, því leyfi ég mér að læða þessari hugsun hér að…. Það kemur jú fyrir að listamenn framkvæma gjörninga sem erfitt er að greina sem hluta af listrænu framlagi þeirra til samfélagsins,“ segir Kolbrún.

Karl Sigurðsson, meðlimur Baggalúts og fyrrverandi borgarfulltrúi, virðist deila skoðun Kolbrúnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kona réðst á gesti og starfsfólk á veitingahúsi

Kona réðst á gesti og starfsfólk á veitingahúsi
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt par á gráum sendibíl vekur óhug í Mosfellsbæ

Dularfullt par á gráum sendibíl vekur óhug í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Bárða fékk sting í hjartað þegar hann sá þessa mynd

Einar Bárða fékk sting í hjartað þegar hann sá þessa mynd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta