fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

ASÍ segir gagnrýni byggða á misskilningi – „Niðurstaðan var ótvíræð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. febrúar 2019 15:20

Samkvæmt könnun ASÍ er Bónus ódýrasta verslunin og Krónan kemur þar á eftir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikil umræða hefur skapast um verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í höfuðborgum Norðurlandanna fimm og birti í síðustu viku. Í þeirri könnun voru borin saman verð á 18 vörutegundum sem teljast til grunnþarfa á hefðbundnu heimili. Niðurstaðan var ótvíræð. Þessi tiltekna vörukarfa sem ASÍ setti saman var dýrust á Íslandi svo munaði tugum prósenta.“

Þetta segir í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna könnunar sem gerð var fyrir skemmstu. Í henni var borið saman verð á matvælum í höfuðborgum Norðurlandanna og vöktu niðurstöðurnar athygli, ekki síst í ljósi þess að verðlag á Íslandi var tugum prósentum hærra en í samanburðarlöndunum.

Sjá einnig:  Sláandi niðurstöður: Sjáðu hvað matvælaverð er miklu hærra á Íslandi en hinum Norðurlöndunum

„Þessa könnun ASÍ hafa sumir verið að bera saman við rannsóknir Eurostat á vöruverði þar sem verið er að skoða mun fleiri vörutegundir í mismunandi tegundum verslana bæði í dreifbýli og þéttbýli. Í stuttu máli er um ólíka aðferðafræði að ræða. Niðurstöður Eurostat komu ASÍ ekki á óvart, þvert á móti voru þær tilefni verðkönnunar ASÍ,“ segir í tilkynningunni.

ASÍ bendir á að samkvæmt niðurstöðum Eurostat hafi matvara verið dýrust í Noregi af Norðurlöndunum. Ísland var þar með næst hæsta verðlagið, Danmörk í þriðja sæti, Svíþjóð þar á eftir og loks Finnland með lægsta verðið. „Þetta rímar ágætlega við niðurstöður verðkönnunar ASÍ. Aðal munurinn er sá að í rannsókn Eurostat er verð á matvöru í Noregi hærra en á Íslandi.“

Að sögn ASÍ geta ýmsar ástæður verið fyrir þessu. Bent er á að í vörukörfu ASÍ voru einungis undirstöðu matvörur eins og kjöt- og mjólkurvörur, grænmeti, ávextir og brauðmeti en vörur eins og sælgæti, kex, morgunkorn og gosdrykkir voru ekki teknar með. Há álagning á sykraðar vörur í Noregi getur þarna haft sitthvað að segja.

„Niðurstöður rannsóknar Eurostat á verðlagi í Evrópu sýna að verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Niðurstöður sem eru áhugaverðar en um leið slæmar fyrir okkur Íslendinga.

Þegar niðurstöður Eurostat könnunarinnar eru skoðaðar eftir ólíkum útgjaldaflokkum má sjá að í flestum tilfellum er verðlag á Íslandi hærra en á hinum Norðurlöndunum. Má þar nefna verð á fatnaði og skóm, húsgögnum, heimilistækjum, tölvum og símum, samgöngum, fjarskiptum og áfengi. Frá þessu eru undantekningar en á Íslandi er kostnaður við rafmagn og húshitun lægri en að meðaltali í Evrópu og lægstur á Norðurlöndum.“

Loks segir ASÍ að ýmsar ástæður geti verið fyrir háu matvöruverði á Íslandi.

„Má þar nefna ólíkt fyrirkomulag tolla og vörugjalda, flutningskostnað og hátt vaxtastig. Önnur möguleg skýring er skortur á samkeppni sem gæti haft áhrif til hækkunar verðlags. Þetta á ekki einungis við í verslun heldur einnig hjá birgjum, heildsölum og innflytjendum. Aukin samkeppni er gríðarlegt hagsmunamál neytenda og mikilvægt er að virk samkeppni sé á öllum sviðum, hvort sem er í smásölu, vöruflutningum eða í sölu á olíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu