fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Adam umbylti lífi sínu í sex skrefum: „Þetta er hægt“

Auður Ösp
Mánudaginn 7. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Erik Bauer umbylti lífi sínu á ellefu mánuðum, eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í dag er hann á sínum besta stað, andlega og líkamlega.

Adam ritaði opinskáa og einlæga færslu á Facebook á dögunum þar sem hann greindi frá sex skrefa bataferlinu, sem hófst í febrúar á seinasta ári. Árið 2107 varð hann fyrir miklu áfalli í einkalífinu og smám saman fór allt úr skorðum. Vanlíðanin jókst stöðugt og í byrjun árs 2018 reyndi Adam að svipta sig lífi. Hann er einn af þeim sem var bjargað í tæka tíð.

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þennan póst og hafa hann opinn var af því að það sat ofarlega í huga mínum þegar ég fór á bráðamóttökuna póstur á Facebook frá Gunnari Hrafni, fyrrverandi þingmanni, þar sem hann hafði talað opinskátt um þá aðstoð sem hann fékk hjá Geðdeild Landspítalans,“ segir hann í samtali við blaðamann DV.

„Það í raun minnkaði mína fordóma og hræðslu við að fara þangað, og það voru mikilvægustu fyrstu skrefin í mínum bata. Þannig ég er í raun að vona að mín skrif og mín saga geti hjálpað einhverjum öðrum á svipaðan hátt.“

Meðfylgjandi ljósmyndir sýna Adam með rúmlega árs millibili og líkt og sjá má er munurinn sláandi.

„Mér finnst það eiginlega sjást mest í augunum. Því „before“ myndin átti bara að vera venjuleg selfie síðasta janúar fyrir ári en maður sér á augunum að það er vanlíðan þarna á bakvið.“

Aðspurður um hvað hann ráðleggur þeim sem eru að glíma við andlega vanlíðan segir Adam að mikilvægast sé að stíga fyrsta skrefið og opna sig við vini og fjölskyldu.

„Taka svo bara eitt skref í einu. Byrja á að finna góðan sálfræðing sem hentar vel, jafnvel taka hugræna atferlismeðferð. Ég tók 12 tíma í hugrænni atferlismeðferð áður en ég fór og skráði mig í ræktina. Og minnka eða sleppa áfenginu. Það er bensín á eldinn.“

Hér fyrir neðan má lesa pistil Adams í heild sinni.

 Hvernig gerir maður upp ár eins og 2018? Ár sem inniheldur jafnmikla lægð og hæð. Mér hefur aldrei liðið jafn illa og vel á sama ári. Árið 2017 var mjög erfitt ár fyrir mig og þeir sem þekkja mig vel vita að ég fór í gegnum sambandsslit og hætti við brúðkaup sem átti að vera um mitt sumar 2018. Mér leið eins og allur heimurinn væri að falla og allt sem ég hafði unnið hörðum höndum að og planað væri farið í vaskinn. Ég hafði ekki lengur stjórn á eigin lífi. Sambandið mitt endaði svo að fullu í lok árs 2017. Ég tók því með mér inn í árið 2018 mikla sorg, reiði, biturð og þunglyndi. En botninum var ekki náð fyrr en 31. janúar 2018.

Samkvæmt Embætti Landlæknis er hlutfall drengja á framhaldsskólaaldri sem hafa gert tilraun til sjálfsvígs um 5-7%. Það er rúmlega einn af hverjum tuttugu. 35-40 manns féllu fyrir eigin hendi í ár. 
-Ég var heppinn–ég lifði af, en það var tæpt. 
-Ég er hér enn því að ég átti vin sem hlustaði og brást við. 
-Ég er hér enn því að við eigum, þrátt fyrir mikinn fjármagnsskort, mjög öfluga hjúkrunarfræðinga, lækna, sálfræðinga og félagsliða sem starfa á geðsviði Landspítalans. 

Mér tókst að vinna í mínu því ég tók eitt skref í einu. 
1. Ég sætti mig við það að ég þyrfti að taka til andlega áður en ég færi að reyna að gera eitthvað líkamlega. Grunnurinn þarf að vera góður áður en maður fer að byggja á honum! 
2. Eftir mánuð í að bara huga að andlegri heilsu með hjálp lækna og sálfræðinga, sá ég að ég var orðinn nógu góður til að byrja að æfa. Ég fór í grunnnámskeiðið hjá Crossfit Reykjavík og er enn að æfa þar í hópi góðra vina. 
3. Ég hætti að drekka. Nú er það bara léttöl við öll tilefni.
4. Ég bætti mataræðið mitt. 
5. Eftir um það bil hálft ár og 15 kílóum seinna var ég á þeim stað að ég gat hætt á lyfjunum mínum. Sumir þurfa á þeim að halda lengur eða ævilangt, en fyrir mig voru lyfin hækjur til að koma mér á réttan stað. Ég er einnig laus við brjóstsviðalyfin sem ég var kominn á. 
6. 11 mánuðum seinna og ég er á besta stað andlega og líkamlega sem ég hef verið á nokkurn tímann á ævinni. Þetta er hægt. 

Mig langar því að biðja ykkur, elsku vinir og fjölskylda, að árið 2019 verið dugleg að 1) tala við ykkar nánustu þegar ykkur líður illa. Takið burt glansmyndina, verið berskjölduð og opnið ykkur. Og 2) hlusta þegar einhver er að reyna að kalla á hjálp. Stundum er ákallið dulið, lærið að þekkja merkin. Það getur verið upp á líf og dauða. 

Ég hlakka til að fara glaður inn í árið 2019 með ykkur öllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi