fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Páll Valur æfur: Nemandi hans fær ekki aðhlynningu eftir slys – „Mig nánast langar til að garga“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er kannski ekki á það bætandi að tala um þetta blessaða heilbrigðiskerfi okkar og þá kannski sérstaklega hvernig við íbúar Suðurnesja höfum fengið lægst framlög per íbúa til þessa málaflokks.“

Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, en málið varðar nemanda hans úr Fiskitækniskóla Íslands sem fær ekki aðhlynningu eftir alvarleg meiðsli.

Í samtali við DV segir Páll þennan 16 ára nemanda sinn hafa fótbrotnað á fjórhjóli í ferð á vegum skólans og í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til myndatöku og skoðunar. Drengurinn var þá settur í gifs frá nára niður í tær og að því loknu sendur heim til sín, en Páll Valur er ekki par sáttur með þá niðurstöðu.

Samkvæmt Páli liggur umræddur nemandi nú heima fótbrotinn, sárkvalinn og illa aðhlynntur. „Mig nánast langar til að garga, sem einstaklingur í sveitastjórn og fyrrum alþingismaður,“ segir hann. Bætir hann við að strákurinn geti ómögulega séð um sig nema með aðstoð systkina sinna og föður, sem þurfa að setja upp vaktir til þess að sinna honum þar sem þau stunda bæði vinnu og nám.

„Einbeitið ykkur að því sem skiptir máli“

Páll segir það vera nöturlega staðreynd að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja skuli þurfa að senda kornungt fólk sem og aðra sjúklinga sína heim vegna fjárskorts. „Þegar faðir hans hringdi á sjúkrahúsið til þess að segja frá því að drengurinn væri sárkvalinn og gæti ekki sofið þess vegna fékk hann þau skilaboð að dæla bara meira að verkjalyfjum í hann,“ segir Páll og hvetur þá þingmenn og ráðherra til að einbeita sér að málum sem skipta máli.

„Hættið, kæru þingmenn og ráðherrar, að velta ykkur upp úr því hvað siðlausir kollegar ykkar rausa fullir inn á börum, þó það sé viðbjóður,“ segir hann.

„Hættið að tala um að setja aukaskatta í formi veggjalda á okkur landsmenn, hættið að tala um að selja mjólkurkýrnar okkar eins og bankana og einbeitið ykkur að því sem skiptir máli. Sem er að hlúa að þeim sem höllustum fæti standa í þessu samfélagi sem eru börn og ungmenni, sjúklingar, öryrkjar, eldri borgarar og síðan þeir sem lægstu launin hafa sem er þegar öllu er á botninn hvolft límið sem heldur þessu samfélagi saman.“

Stöðufærslu Páls um málið má sjá í heild sinni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga