fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Fréttastofa Bylgjunnar biður Gunnar Braga afsökunar – Fréttin fjarlægð

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. janúar 2019 17:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttastofa Bylgjunnar og Vísis birti í hádeginu frétt þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins hefði verið drukkinn á sýningu í Borgarleikhúsinu þann 18. janúar. Gunnar Bragi hafði sagt áður að hann hefði ekki bragðað áfengi frá 20. nóvember. Fréttastofa Bylgjunnar fullyrti að nokkrir viðmælendur hefðu fullyrt að Gunnar Bragi hefði verið í glasi og stundað frammíköll. Fréttin hefur nú verið fjarlægð á Vísi og Gunnar Bragi beðinn afsökunar.

DV birti frétt upp úr frétt Bylgjunnar og Vísis þar sem vitnað var í það sem kom fram í þeirri frétt. Skömmu síðar steig Róbert Smári Gunnarsson, sonur Gunnars Braga fram og sagði það rangt að faðir sinn hafi verið drukkinn á söngleiknum Ellý á dögunum. DV vitnaði í Róbert Smára í annarri frétt en hann sagði:

„Nú er mælirinn fullur. Hvenær er komið nóg? Ég var á þessari sýningu með pabba og Sunnu þann 18. janúar. Pabbi bragðaði ekki áfengi fyrir sýningu, né á sýningu og ekki eftir hana. Sýningin var góð, við skemmtun okkur vel, hann greip ekki fram í og var bláedrú, allir voru til fyrirmyndar. Og öll vorum við sammála að um einhverja flottustu sýningu sem við höfum séð væri að ræða.“

Þá sagði hann einnig:

„Hversu lágt er hætt að leggjast? Hvenær er botninum náð? Hvað fær ,,blaðamann” til þess að halda þessu fram og búa svona til? Hvað ætla fjölmiðlar að leggja mikið á fjölskyldur stjórnmálamanna?! Skrifa þetta með tárin í augunum, sár og reiður, að svona skuli nokkur skrifa án vísunar til sannleikans og að leggja þetta á okkur, okkur sem vitum að þetta er haugalygi. Andskotans endemis vitleysa.“

Þá sagði Steinar Birgisson undir frétt DV:

„Ég mæli með því að þið blaðamenn sem hafa fjallað um þessar gróusögu biðjið Gunnar Braga afsökunar. Þekki mjög vel tvær persónur sem voru á þessari sýningu og sáu þingmanninn. Þau neita því alfarið að hann hafi verið í glasi og með háreisti. Mæli með að þessar fréttir um þetta verði tekin út.“

Þá sagði Stefán Sæbjörnsson í innleggi undir frétt DV og sagðist hafa verið á umræddri sýningu:

„Ég var á umræddri sýningu, Gunnar Bragi var á þessari sýningu, það var pakkað af fólki. Ef einhver hefur verið að gaula þá truflaði það ekki. Við sátum miðju fyrir miðju. En ég sá ekki né heyrði í neinum nema leikurum og sýningin var stórkostleg.

En fyrir suma drullusokka er nóg að sjá fólk á stöðum og semja um það sögur. Afhverju veit ég ekki, en hún Gróa á leiti hefur verið lengi til því miður.“

Vísir hefur eins og áður segir fjarlægt fréttina og beðið Gunnar Braga afsökunar. DV gerir slíkt hið sama. Í yfirlýsingu á Vísi segir:

„Fréttastofan gerði mistök með því að birta fréttina áður en náðist í Gunnar Braga sjálfan eða heimildar fengust staðfestar og biðst afsökunar á því.

Fréttaflutningurinn var ekki samkvæmt ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis og hefur fréttin því verið fjarlægð af vefnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði