fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Meirihluti landsmanna vill láta seinka klukkunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 07:55

Eigum við að seinka klukkunni eða ei?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti landsmanna er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund og þannig færð í samræmi við hnattstöðu landsins. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til hugsanlegra breytinga á klukkunni.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 57 prósent vilja seinka klukkunni um eina klukkustund. Rúmlega 30 prósent sögðust vilja hafa hana óbreytta en fræðslu yrði beitt til að koma fólki fyrr í háttinn. Tæplega 13 prósent sögðust vilja hafa klukkuna óbreytta en skólar, fyrirtæki og stofnanir hæfu starfsemi síðar á morgnana en nú er.

Þetta eru þeir þrír valkostir sem forsætisráðuneytið setti fram í greinargerð um staðartíma hér á landi.

3.100 manns voru í úrtaki Zenter en svarhlutfallið var 41,5 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins