fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Gísli Marteinn ósáttur við fábjána: Einar Ágúst – „Ég lykla þetta allt saman. Engin miskunn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi etelur að margir þeirra sem eiga bíla af Range Rover tegund séu fábjánar. Gísli Marteinn deilir mynd á Twitter-síðu sinni þar sem sjá má nýlega glæsikerru sem lagt er ólöglega fyrir framan Melabúðina, og hindrar þannig aðgengi gangandi vegfarenda og eykur hættu á slysum.

Gísli Marteinn segir að hann eigi seríu af bílum sem hafi lagt ólöglega þarna. Gísli segir:

„Og ég er ekki að djóka þegar ég segi að 50% þeirra eru Range Roverar. Pottþétt ekki allir eigendur slíkra bíla fábjánar, en rosa margir greinilega.“

Einar Ágúst tónlistarmaður tjáir sig á Twitter-síðu Gísla Marteins og segir:

„Ég lykla þetta allt saman. Engin miskunn.“

 

Þá segir Axel Thor:

„Miðað við mína reynslu eru flestir Ranger Rover eigendur skítsama um allt og alla í kringum sig og telja sig vera yfir aðra hafna.“

Þá segir kona að nafni Hanna að hún geri sér grein fyrir að ekki séu allir eigendur Range Rover fávitar en bætir svo við:

„ … en í 100% skipta sem hefur verið keyrt á mig eða í veg fyrir mig á hjólinu (ég hjóla ekki á götunni) hefur það verið Range Rover! Það segir alveg eitthvað!“

Þá telur Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri að hann búi yfir lausn á vandamálinu. Hann segir:

„Við þurfum að fara að henda í límmiðana: Þú hefur lagt bíl þínum þannig að hann hindrar aðgengi gangandi vegfarenda og veldur slysahættu. Vonandi truflar þessi límmiði þig jafn mikið og bíllinn þinn truflaði mig og fjölda annarra. Vinsamlegast legðu löglega næst!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins