fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Umferðarslys á Seltjarnarnesi – Ekið á ökunema

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 06:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 17.15 í gær varð umferðarslys á Seltjarnarnesi. Þar var bifreið ekið framan á kennslubifreið sem í voru ökukennari og nemandi hans. Þeir slösuðust ekki. Tjónvaldurinn stakk af frá vettvangi en lögreglan hafði upp á honum skömmu síðar. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna og auk þess var bifreið hans á ónýtum dekkjum. Tjónvaldurinn fékk höfuðhögg við áreksturinn og var fluttur á slysadeild.

Um klukkan 18 höfðu lögreglumenn afskipti af ökumanni í miðborginni en sá hafði ekki hreinsað snjó/hrím af bílrúðunum.

Klukkan hálf þrjú í nótt var ofurölvi erlendur skipverji handtekinn við Hafnarfjarðarhöfn. Hann var vistaður í fangageymslu.

Klukkan þrjú í nótt var ungur maður vistaður í fangageymslu en hann var í mjög annarlegu ástandi. Ítrekað var búið að hafa afskipti af manninum þar sem hann var með ónæði en það dugði ekki til og endaði hann því í fangaklefa.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var brotist inn í bílasölu í Árbæjarhverfi. Ekki liggur fyrir hvort og þá hverju var stolið.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um ölvun við akstur. Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi