fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Fréttir

Umferðarslys á Seltjarnarnesi – Ekið á ökunema

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 06:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 17.15 í gær varð umferðarslys á Seltjarnarnesi. Þar var bifreið ekið framan á kennslubifreið sem í voru ökukennari og nemandi hans. Þeir slösuðust ekki. Tjónvaldurinn stakk af frá vettvangi en lögreglan hafði upp á honum skömmu síðar. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna og auk þess var bifreið hans á ónýtum dekkjum. Tjónvaldurinn fékk höfuðhögg við áreksturinn og var fluttur á slysadeild.

Um klukkan 18 höfðu lögreglumenn afskipti af ökumanni í miðborginni en sá hafði ekki hreinsað snjó/hrím af bílrúðunum.

Klukkan hálf þrjú í nótt var ofurölvi erlendur skipverji handtekinn við Hafnarfjarðarhöfn. Hann var vistaður í fangageymslu.

Klukkan þrjú í nótt var ungur maður vistaður í fangageymslu en hann var í mjög annarlegu ástandi. Ítrekað var búið að hafa afskipti af manninum þar sem hann var með ónæði en það dugði ekki til og endaði hann því í fangaklefa.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var brotist inn í bílasölu í Árbæjarhverfi. Ekki liggur fyrir hvort og þá hverju var stolið.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um ölvun við akstur. Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jói B. bálreiður út í Strætó: „EKKI í lagi að henda 11 ára gömlu barni út úr vagni“

Jói B. bálreiður út í Strætó: „EKKI í lagi að henda 11 ára gömlu barni út úr vagni“
Fréttir
Í gær

Snorri var vitni að hrottalegri árás á konu í hádeginu: „Henti henni inn í runna og stappaði á henni þar“

Snorri var vitni að hrottalegri árás á konu í hádeginu: „Henti henni inn í runna og stappaði á henni þar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona dæmd fyrir að hrækja framan í lögreglumann á 17. júní

Kona dæmd fyrir að hrækja framan í lögreglumann á 17. júní
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælastaða þegar Nara verður fangelsuð: Beit í sundur tungu eiginmannsins og réðst á vinkonu

Mótmælastaða þegar Nara verður fangelsuð: Beit í sundur tungu eiginmannsins og réðst á vinkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum