fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fréttir

Domino´s svarar fyrir æsinginn á Stöð 2: „Ótrúlegt að þessi fyrirtæki styrki þessa eitruðu karlmennsku“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 11:00

Samsett mynd/Skjáskot af Vísi/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Jóns Halldórs Eðvaldssonar og Fannars Ólafssonar hafa vakið hörð viðbrögð víða, líkt og DV greindi frá í fyrradag þá hraunuðu þeir yfir grænmetisætur, kulnun í stafi, núvitund og edrúmennsku í þættinum Körfuboltakvöld Domino´s sem Kjartan Atli Kjartansson stýrir.

Sjá einnig: Æsingur á Stöð 2 Sport: „Kulnun í starfi er leti!“ – „Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir!“

Nokkrir hafa gagnrýnt þetta harðlega eða gert grín að því á Twitter. Leikkonan Ingunn Lára gerði til að mynda grín að þessu sem hefur slegið í gegn.

Sumir hafa þó jafnvel gengið svo langt að krefjast viðbragða frá helsta styrktaraðila þáttarins, Domino´s Pizza. Veitingastaðurinn hefur brugðist við þeim kröfum og virðist harma ummælin.

Pálmi nokkur spyr hvort hann sé að borga laun Jóns og Fannars þegar hann pantar sér pizzu. „Finnst þessum mönnum í alvörunni í lagi að tala niður til og hæðast að fólki með geðsjúkdóma, vegan fólki, verkamönnum og manneskjum sem kjósa að drekka ekki áfengi… í körfuboltaspjallþætti. Ekki soldið taktlaust að taka dæmi um mann sem er búinn að vera í sama starfi í 48 ár og segja að hann sé latur vegna þess að hann er ennþá í sama starfi, rétta út handlegginn og líkja eftir honum á meðan að rolex úr situr á úlnlið hinnar handarinnar? nei ég bara spyr,“ skrifar Pálmi á Twitter.

Hann merkir svo sérstaklega við Domino´s á Twitter og biður um svör.

Veitingastaðurinn svarar til baka: „Sæll Pálmi, við getum ekki ábyrgst það sem þáttastjórnendur létu út úr sér. Domino’s körfuboltakvöld er ekki vettvangur til þess að ræða önnur mál en körfubolta.“

Anna nokkur gengur enn lengra en Pálmi og vonast til að Domino´s fordæmi ummælin. „Ótrúlegt að þessi fyrirtæki styrki þessa eitruðu karlmennsku. […] Þetta er ekkert nýtt í þessum þætti. En jú þeir styrkja deildina sjálfa en ættu að geta sett fordæmi og „speak out“,“ segir Anna á Twitter og bætir við: „En sumir hlusta ekki á almenning og þurfa því miður að fá alvöru slap on the wrist.“ Domino´s svarar henni á nákvæmlega sama máta og veitingastaðurinn svaraði Pálma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“
Fréttir
Í gær

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Í gær

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“