fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Elliði birtir nektarmynd af sér og félögum: „Upphafning þess stórfenglega sköpunarverks sem mannslíkaminn er“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, skýtur á Seðlabankann og ákvörðun hans að taka niður málverk Gunnlaugs Blöndals. Málverk sýndi nekt og ku hafa farið fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. Elliði ávarpar Seðlabankann og birtir djarfa mynd af sér og félögum sínum í „Fyrirmyndabílstjórafélaginu“.

Elliði stingur upp á að Seðlabankinn noti fremur þá mynd, sem má sjá hér fyrir neðan. „Ágæta bankaráð Seðlabanka Íslands. Fyrir hönd Fyrirmyndabílstjórafélagsins vil ég afhenda ykkur meðfylgjandi ljósmynd. Mælst er til að hún leysi af verk Gunnlaugs Blöndal sem ku hafa misboðið starfsmönnum og vafalaust gestum bankans,“ segir Elliði.

Hann bætir því að þessi nekt sé ekki klámfengin, líkt og á málverki Gunnlaugs. „Það er von okkar og trú að með þessu verki megi tryggja fjármálalegan stöðugleika langt umfram það sem tekist hefur með verkum Blöndal. Sú nekt sem þarna kemur fram er eingöngu upphafning þess stórfenglega sköpunarverks sem mannslíkaminn er en ekki klámfengin eins og vera kann að starfsmönnum bankans hafi þótt verk Blöndals. Megi Seðlabankinn njóta velgengni í störfum sínum og verða áfram dyggur vörður íslenskrar dyggðar,“ segir bæjarstjórinn.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10156974550714181&set=a.94911884180&type=3&theater

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu