fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fréttir

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður keyrði fram hjá Háteigsskóla í Reykjavík í morgun án þess að vera búinn að skafa rúðurnar á hlið bílsins. Foreldri barns við skólann tók myndirnar í morgun og gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta.

„Þetta var fyrir utan Háteigsskóla í morgun. Við höfum margoft talað um umferðaröryggi fyrir utan skólann en þetta setti alveg punktinn yfir i-ið,“

sagði foreldrið í samtali við DV. „Manneskjan keyrði ekki inn á planið við skólann heldur keyrði fram hjá. Þetta var einhver að flýta sér.“

Samkvæmt reglugerð geta ökumenn sem keyra um með hélaðar rúður fengið sekt upp á 20 þúsund krónur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ítrekað bent ökumönnum á að skafa rúðurnar, sérstaklega á dögum sem þessum þar sem flestir ökumenn þurfa að skafa. Árið 2015 sagði almennur borgari á Fésbókarsíðu Lögreglunnar að Íslendingar hafi ekki tíma til að skafa, lögreglan svaraði þá um hæl:

„Það hafa allir tíma í það. Það hefur hinsvegar enginn tíma í að klessa á, vegna þess að viðkomandi sá ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“
Fréttir
Í gær

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Í gær

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“