fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

Auður Ösp
Sunnudaginn 20. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alltaf þegar að ég sé hana gráta, þá er ég viss um að hún veit hvar hún er og að við höfum sett hana inn á þessa stofnun í geymslu. Þetta er nefnilega lítið annað en geymsla fyrir fólk sem getur ekki verið með okkur hinum í daglegu lífi og fá úrræði eru fyrir,“ segir Áslaug Dröfn Sigurðardóttir sem hefur undanfarin ár horft upp á móður sína hverfa inn í eigin skel vegna framheilabilunar.

Í samtali við DV segist Áslaug  upplifa mikið þekkingar- og reynsluleysi þegar kemur að umönnun heilabilaðra hér á landi.

Þetta er hluti af stærra helgarviðtali í DV sem kom út föstudaginn 18. janúar.

Saknar þess að knúsa mömmu

Það er átakanlegt að horfa upp á ástvin í þessum ástæðum. Fyrir Áslaugu var það erfitt að horfast í augu við að börnin hennar tvö myndu alast upp án „ömmu Önnu.“

„Stundum horfir hún í augun á mér og grætur og ég veit að hún vill deyja. Dagarnir eru misjafnir. Stundum fer maður út af deildinni í ágætis skapi og stundum geng ég út hágrátandi. Þegar ég eignaðist yngri son minn var ég ofboðslega bitur yfir því að hann fengi aldrei að kynnast ömmu Önnu. Þetta er auðvitað ákveðið sorgarferli sem þú ferð í gegnum. Á tímabili þoldi ég ekki að sjá afa og ömmur sem voru „í lagi“, sem fá að eldast á eðlilegan hátt. Einu sinni var ég í Hagkaupum og sá tvær gamlar konur, gamlar vinkonur sem voru að versla saman. Ég þurfti að fara út og hágráta, mér fannst svo ömurlegt að vita til þess að mamma fengi aldrei að gera þetta.

Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu og spyrja hana um móðurhlutverkið. Fá að knúsa mömmu og sýna henni hlýju. Þegar ég reyni að taka utan um hana þá bregst hún við með því að fara í vörn og slá frá sér. Þegar ég kom í heimsókn til hennar með strákinn minn, sem var þá eins árs, þá sló hún til hans þegar ég ætlaði að sýna henni hann. Húnvar hrædd við hann og sá lhann sem ógn. Áður fyrr tók mamma börn fram yfir fullorðna og hún hefði aldrei brugðist svona við áður en hún veiktist af sjúkdómnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala