fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hægrimenn ósáttir með Skaupið og vilja eigið Áramótaskaup: „Hommaatriðið var púra áróður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 10:50

Úr áramótaskaupinu 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sitt sýndist hverjum um Áramótaskaupið en líkt og vanalega telja sumir of mikla pólitíska slagsíðu í því. Sumir frjálshyggjumenn eru í það minnsta þeirrar skoðunar en innan Facebook-hópsins Frjálshyggjufélagið er skaupið gagnrýnt harðlega. Jóhannes Loftsson, einn stjórnenda hópsins, kallar þar eftir því að hægri menn geri sitt eigið Skaup.

„Er pólitískur áróður að drepa heilbrigðan húmor? Eftir skaupið í gær, þá er ekki fjarri að hægt sé að álykta að svo gæti verið, þar sem skein i gegn að menn vildu frekar nýta tækifærið til að koma að pólitískum áróðri en að gera eitthvað fyndið. Því var úr að þrátt fyrir að ekki hafi skort fyndinn efnivið árinu, þá var eins og helmingur efnisins væri útilokaður þar sem það stríddi gegn boðskap skauphöfunda,“ segir Jóhannes.

Vill frjálshyggjuskaup

Hann nefnir svo nokkur dæmi um hvað væri hægt að gera grín að í Skaupi frjálshyggjumanna. „Hvernig væri að gera frjálshyggjuskaup fyrir 2019. Ekki skortir efniviðinn. Á að banna plastpoka á meðan öll matvara í verslunum er í plasti. Af hverju vilja gróðurhúsheimsendaspámenn ekki virkja vatnsafl? Af hverju er skilagjald á flöskum þegar þeim er öllum smallað á haugunum? Hvað ætla umhverfisvænu (niðurgreiddu) rafbilaeigendurnir að gera þegar þeir þurfa að borga förgunargjald fyrir batteríið?,“ segir Jóhannes.

Jóhannes segir síðar í þræðinum að honum hafi enn fremur ekki þótt Skaupið nægilega fyndið. „Gagnrýni mín er tvenns konar. Annars vegar er að hið svokallaða „pólitískt beitta“ grín var nær allt í eina átt. Maður er svo sem vanur því og býst ekki við að rúv muni nokkurn tíman bjóða upp á neitt annað. Eina svarið við því væri að gera annað low budget „frjálshyggjuskaup“. Hin gagnrýnin er að þetta var ekki voðalega fyndið. Meira að segja sleikjupresturinn varð hálf kjánalegur, klausturatriðið varð ferköntuð handritsupplesning, perraþemað var sliturskennt. af hverju gleymdu menn samfylkingaperranum og af hverju enduðu menn ekki skaupið á að allir perrarnir hittust í klaustrinu – og tóku svo lokalagið þar eða eitthvað í þeim dúr. Jú það var hægt að brosa að sumu, en samt dáldið hugmyndasnautt skaup heilt yfir,“ segir Jóhannes.

„Púra áróður“

Almennt virðast menn sammála honum um að vinstri slagsíða hafi verið á Skaupinu. „Lang besta atriðið fannst mér atriðið sem var ekki pólitískt, hommasketsinn…og svo ketó atriðið, það var nokkuð gott líka En vinstri slagsíðan er svo áberandi að það truflar mann svo maður getur illa haft gaman af því sem þó ágætlega var gert,“ skrifar til að mynda Benedikt Jón.

Örn Johnson svarar honum og gagnrýnir sérstaklega homma atriðið. „Hommaatriðið var púra áróður. Þeir hafa einhvern veginn bitið það í sig að það séu einhver mannréttindi að aðrir noti blóð úr þeim. Þeir eru bara einn af mörgum áhættuhópum sem ekki mega gefa blóð, en eini hópurinn sem vælir út af því. Svo var látið í veðri vaka að læknirinn vissi ekkert af hverju þeirra blóð er ekki notað. Hallærislegt pc rúnk,“ segir Örn.

Endurspegla biturð

Guðbjartur Nilsson, annar stjórnandi hópsins, telur að Skaupið sýni biturð þeirra sem skrifuðu það. „Mér fannst braggaþátturinn góður einmitt vegna þess að hann var ekki gerður pólitískur. Ef þeir hefðu haldið sömu formúlu á aðra þætti þá hefði það verið gott. Klaustursþátturinn var ágætur líka en það var rosalega margt í skaupinu sem mér fannst frekar endurspegla biturð heldur en húmor,“ segir Guðbjartur.

Ekki er þó allir frjálshyggjumenn sammála um þessa gagnrýni, líkt og Rafn Steingrímsson sem skrifar: „Hvernig væri bara að fara að hætta að taka þessu svona alvarlega?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”