fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fréttir

Gerður vill réttlæti: „Dóttur minni var nauðgað á hrottafenginn máta“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dóttur minni, Áslaugu Perlu, var nauðgað á hrottafenginn máta á 10. hæð í blokk við Engihjalla árið 2000. Gerandinn lagði hana á magann á rör handriðs á 10. hæð og þröngvaði henni yfir það. Héraðsdómur trúði ekki frásögn ákærða, taldi framburð hans ótrúverðugan, en studdist við ýmis gögn sem dómnum þótti sanna að ákærði hefði í raun kastað Áslaugu Perlu fram af svölunum.“

Þetta segir Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu, í aðsendri grein í Morgunblaðið. Áslaug Perla var myrt af Ásgeiri Inga Ásgeirssyni. Hann viðurkenndi að hafa stundað kynlíf með henni en margt bendir til þess að hann hafi nauðgað Áslaugu. Þegar hún vildi ekki stunda kynlíf með honum kastaði hann henni fram af svölunum. Ásgeir hlaut 16 ára dóm fyrir verknaðinn en neitaði að hafa hrint stúlkunni fram af svölunum.

Ekki hlustað á vitni

Gerður hefur um langt skeið barist fyrir því að mál dóttur hennar verði tekið upp að nýju. „Hæstaréttardómur var í algjörri þversögn við héraðsdóm. Hann var byggður á sandi; engin sönnunargögn, engin rannsóknarskýrsla og hunsun vitna í héraði. Tæknimaður hjá lögreglu fjallaði um förin á rörinu í héraðsdómi, en Hæstiréttur hunsaði þær upplýsingar. Héraðsdómur fékk prófessor í eðlisfræði við HÍ til að vinna álitsgerð um fallið, sem var unnin samkvæmt útreikningum eðlisfræðinnar og var upp á margar síður: Hinni látnu hafði verið kastað yfir handriðið með takmörkuðum krafti eða hún látin falla niður,“ segir Gerður.

Hún segir að Hæstiréttur hafi hunsað allt sem vitni sögðu í héraðsdómi. „Eftir uppsögn héraðsdóms óskaði ákærði eftir, að dómkvaddur yrði matsmaður til að gefa álit um tilteknar spurningar. Héraðsdómur synjaði beiðninni. Hún var kærð til Hæstaréttar sem samþykkti að talað yrði við eðlisfræðing og lífeðlisfræðing í gegnum síma til að álykta út frá eðlisfræðilegri þekkingu þeirra einni saman. Engin álitsgerð. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Þar sem dómarar Hæstaréttar hunsuðu allar upplýsingar vitna í héraði, þá höfðu þeir engin gögn til að dæma eftir,“ segir Gerður.

Ítrekað neitað

Hún segist ítrekað hafa fengið neitanir um endurupptöku. „Dóttur minni var nauðgað. Dómurinn laug upp á hana. Ákærði þröngvaði dóttur minni sannanlega yfir rörið á handriði svalanna. Ég sótti um endurupptöku á málinu 2006 hjá Ríkissaksóknara með aðstoð dómsmálaráðherra, fékk neitun. Aftur 2009 vegna nauðgunar sem var órannsökuð, fékk líka neitun. Ég sendi póst til sérhvers alþingismanns um að setja á fót réttarfarsdómstól og hringdi í þriðjung þeirra. Ég sendi beiðni til endurupptökunefndar 2015 og fékk neitun. Sendi aftur beiðni 2017, þá lét ég fylgja með 75 síður úr lögregluskýrslum, sem sönnunargögn, en fékk aftur neitun,“ segir Gerður.

Hún bendir máli sínu til stuðnings á Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Um endurupptöku dæmdra mála í Hæstarétti: Ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, þá getur Hæstiréttur orðið við beiðni manns, sem telur sig ranglega sakfelldan eða sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið. Innanríkisráðherra sagði mér að Guðmundar- og Geirfinnsmálið færi til endurupptökunefndar á undanþágu, en í stað þess breytti Alþingi lögunum 2015. Þá gátu makar, börn, foreldrar eða systkini látins dæmds einstaklings fengið samþykkta beiðni um endurupptöku í nefndinni. Áður mátti ekki taka upp mál þar sem látnir einstaklingar áttu hlut að máli. Lögin áttu ekki við um dóttur mína, samt var hún dómfelld fyrir að eiga harkalegar samfarir við ákærða. Hún er dáin af því hún var myrt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári segir Fréttablaðið drasl: „Til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri“

Gunnar Smári segir Fréttablaðið drasl: „Til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri“
Fréttir
Í gær

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“