fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“ skilmála flugfélaga, en slíkir skilmálar hafa verið gagnrýndir af neytendasamtökum víðsvegar um Evrópu. Neytendasamtökin vona að látið verði alfarið af slíkum viðskiptaháttum fljótlega, en eftir að fulltrúar Neytendasamtakanna áttu fund með Icelandair árið 2017 hafa engin slík mál ratað inn á borð þeirra.

„Það er sérkennilegt þegar neytendum er refsað fyrir að nýta ekki þjónustu sem þeir hafa þegar greitt fyrir. Slíkt hafa þó mörg flugfélög leyft sér að gera en nú verður kannski breyting á,“ segir í færslu á vefsíðu Neytendasamtakanna frá því í dag.  Árið 2017 skrifaði DV um raunir Sóleyjar Bjargar Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri, sem lenti í því að missa af bókuðu flugi. Henni tókst þó að komast á áfangastað með því að kaupa sér nýja miða en þegar hún hugðist nýta farmiða úr fyrri bókun sinni á heimleiðinni var henni tjáð að vegna þess að hún hafi skrópað í flugið sitt út þá gæti hún ekki nýtt flugið til baka. Henni var gert að bóka nýtt flug til að komast heim.

Sjá einnig: Sóley gleymdi vegabréfinu og sat uppi með 73 þúsund króna kostnað í kjölfarið

Neytendasamtökin gagnrýndu árið 2017 þessa viðskiptahætti, það er að flugfélög gætu meinað farþegum að nýta seinni flugmiða í ferð sem var bókuð í einu lagi og viðskiptavinur gæti einhverra hluta vegna ekki nýtt fyrri flugmiðana.  Slíkir skilmálar eru kallaðir skróp skilmálar eða „no-show“ skilmálar. Þegar Neytendasamtökin höfðu samband við Icelandair og forvitnuðumst um hvort félagið beitti slíkum skilmálum voru svörin óskýr. „Fulltrúar Neytendasamtakanna áttu í framhaldinu fund með Icelandair þar sem farið var yfir málin og var skilningur á því að hægt væri að gera betur. Síðan þá hafa engin mál ratað á borð Neytendasamtakanna þar sem Icelandair á í hlut,“ segir í færslu Neytendasamtakanna frá því í dag.

„Neytendasamtökin geta ekki séð að það skipti flugfélag máli þótt fyrri leggur sé nýttur eða ekki enda búið að greiða fyrir þjónustuna. Þessi svokallaði „no-show skilmáli“ er að mati Neytendasamtakanna verulega ósanngjarn og í alla staða óeðlilega íþyngjandi.“

Í færslunni kemur jafnframt fram að nú hafi Neytendasamtök víða um Evrópu fengið nóg af þessum skróp-skilmálum og nokkur þeirra stefnt flugfélögum sem þeim beita.  Erindi hefur einnig verið sent til Evrópusambandsins þar sem farið hefur verið fram á að þess konar skilmálar verði alfarið bannaðir.

„Þessir furðulegu viðskiptahættir – að meina viðskiptavinum að nýta þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir – mun því vonandi heyra sögunni til innan skamms.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins