fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Enginn trúir lengur á álfasögur

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 18:30

Stækkun eyrna Rúriks Haraldssonar heitins þóttu mikið tækniundur á sínum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þykkvabæjarsnakkið fæst hvergi. Mér skilst að framleiðslunni hafi verið hætt,“ segir ónefndur heimildarmaður í textaskilaboðum til blaðamanns. Sá gengur undir nafninu Nostalgíu-Halli og elskar allt það sem tengdist íslenskri dægurmenningu á síðustu öld. Slíkar ábendingar eru líf og yndi okkar fjölmiðlamanna, sérstaklega á erfiðum fréttadögum. „Hvers eiga beikonbugðufíklar að gjalda?“ hugsaði blaðamaður og hóf þegar rannsóknarvinnu. Ekki bara fyrir sig og Nostalgíu-Halla heldur fyrir þjóðina alla.

Ein dýrasta auglýsing Íslandssögunnar

Ef ungmenni eða einhverjir með skert langtímaminni eru að lesa þessa grein þá er mikilvægt að staldra við. Þetta er ekkert gamanmál. Þykkvabæjarnaslið hefur lifað með þjóðinni í áratugi, þökk sé ekki síst eftirminnilegri sjónvarpsauglýsingu sem á líklega Íslandsmet í langlífi.

Stækkun eyrna Rúriks Haraldssonar heitins þóttu mikið tækniundur á sínum tíma.

Þar fer stórleikarinn Rúrik Haraldsson á kostum en auglýsingin er líklega ein sú dýrasta sem framleidd hefur verið.  Það var ekki síst vegna þess að í lok auglýsingarinnar stakk persóna Rúriks Þykkvabæjarsnakki upp í sig og um leið og hann sagði hina goðsagnakenndu línu: „Trúir þú á álfasögur?“ þá stækkuðu eyru hans. Það þótti mikið tækniundur á sínum tíma og kostaði sitt.

Stækkun eyrna Rúriks Haraldssonar heitins þóttu mikið tækniundur á sínum tíma.

Áður hafði Egill Ólafsson hafið upp raust sína með eftirminnilegum hætti. „Þar lifa litlir grasálfar með langar grænar húfur, sem grafa þar upp gullin sín og gera úr þeim skrúfur,“ söng Egill og á meðan hömuðust lúsiðnir álfar við að framleiða snakk. Ljúffengt íslenskt snakk.

Á meðan minningarnar helltust yfir blaðamann rannsakaði hann málið fljótt og vel. Ekkert snakk var að finna á vörusíðum Þykkvabæjar og því var ekkert annað í stöðunni en að hringja í fyrirtækið. Þegar réttur einstaklingur svaraði loks tók martröðin við. „Já, við erum hætt með þessar vörur í framleiðslu. Það var í september,“ staðfesti fulltrúi fyrirtækisins. „Ókei, í september núna í fyrra,“ sagði undirritaður annars hugar á meðan hann skrifaði niður svarið. „Nei, árið 2017,“ sagði starfsmaðurinn. „Ha?“ var það eina sem blaðamaður gat stunið upp.

Engin mun geta bragðað aftur á beikonbugðum. Enginn.

Í ljós kemur að martröð beikonbugðufíkilsins er verri en nokkurn grunaði. Eina íslenska kartöflusnakkið sem framleitt var á Íslandi heyrði sögunni til fyrir tæpu einu og hálfu ári og ekki múkk heyrðist í fjölmiðlum. Aðspurður hvort fréttatilkynning hefði verið send út svaraði starfsmaður Þykkvabæjar: „Nei, við tilkynntum það ekkert sérstaklega. Ástæðan var sú að tollar voru felldir niður á erlent snakk í byrjun árs 2017 og við gátum ekki lengur keppt við þau verð.“

Þrátt fyrir enga fjölmiðlaumfjöllun sagði hann að aðdáendur Þykkvabæjarsnakksins hafi reglulega samband og spyrjist fyrir um vörurnar. „Já, við fáum talsvert af fyrirspurnum. Við finnum alveg að margir sakna Þykkvabæjarsnakksins,“ sagði starfsmaðurinn.

Auglýsingin goðsagnakennda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala