fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Samgöngustofa hætti við ráðningu lögfræðingsins vegna dóms – „Ég ætla að að drepa þig hehehe“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 12. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember á síðasta ári var nýráðnum lögfræðingi hjá Samgöngustofu sagt upp störfum áður en viðkomandi hóf störf. Samkvæmt heimildum DV var ástæðan sú að í ljós kom að maðurinn hafði nokkrum mánuðum fyrr fengið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa hótað fyrrverandi ástkonu sinni lífláti. „Umræddum ráðningarsamningi frá því í desember var sagt upp með lögmætum hætti áður en viðkomandi hóf störf,“ var það eina sem Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, vildi segja um málið.

„Ég ætla að drepa þig hehehe“

Umrætt starf lögfræðings á lögfræðideild Samgöngustofu var auglýst í nóvember og rann umsagnarfrestur út í lok þess mánaðar. Tilkynnt var um ráðningu mannsins fyrri hluta desember en eins og áður segir hóf maðurinn aldrei störf. Ástæðan var sú, samkvæmt heimildarmanni, að upp komst um áðurnefndan dóm sem féll  þann 27. september 2017.

Maðurinn, sem þá starfaði sem lögreglumaður, var dæmdur fyrir að senda skilaboð á konu, í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat, sem innihéldu alvarlegar hótanir. Ummælin sem hann var ákærður fyrir voru eftirfarandi:

„Ætlaru að ríða mér á eftir? […] Viltu mig? Ríddu mér dóninn þinn […] Ríddu mér beibe“

„Fokking mella […] Þú eyðilagðir líf mitt. Ég ætla að að drepa þig hehehe“

„Litla fokking hóran þín Þúrt hóra A […] Það er það sem þú ert Hóra Hóra. Ekkert nema hóra. Ég hata þig. Fokking deyðu A“

„Éttu drullu hóra. Hata þig. Mun brjóta þig. Ef þú kemur nálægt mér. Hata þig. Fokking hata þig ?“

„Ja, ég fokking vona að þú deyir. Ógeðið þitt. Ég hata þig útaf lífinu. Þú eyðilagðir líf mitt. Þú fokking eyðilagðir það. […] Ég mun fkn láta þig gjalda fyrir það“

Baðst ítrekað afsökunar

Maðurinn og konan höfðu átt í skammvinnu ástarsambandi og átt nokkra ástarfundi eftir að því lauk. Þegar umrædd skilaboð bárust konunni var hún heima hjá systur sinni en maðurinn var úti að skemmta sér. Óskaði hann eftir því að hún myndi sækja hann en þegar hún hafnaði því rigndi yfir hana ógeðfelldum skilaboðum. Systur hennar ofbauð framkoma mannsins og áframsendi skilaboðin til lögreglunnar.

Í dómnum kom fram að maðurinn bar við mikilli ölvun. Hann kvaðst muna eftir fyrstu skilaboðunum en ekki þeim sem á eftir komu. Þá kom fram að hann baðst strax afsökunar á gjörðum sínum þegar rann af honum og margítrekaði þá afsökunarbeiðni. Fyrir dómi sagði hann að honum þætti vænt um konuna og hafi ekki viljað henni neitt illt.

Í dómsorði kom fram að dómurinn véfengdi ekki að maðurinn iðraðist gjörða sinna og tekið væri tillit til að hann aðhafðist ekkert til að hrinda hótunum sínum í framkvæmd. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi, til tveggja ára, og til að greiða 808.067 krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala