fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hildur Lilliendahl segir að Jón Baldvin sé eitthvað miklu meira og verra en dónakarl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. janúar 2019 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Lilliendahl segist aðeins sjá eftir einu varðandi umfjöllun sína um ásakanir á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni: Að hafa bara kallað hann dónakarl. Hún hefði fremur átt að kalla hann predator – eða rándýr.

Hildur minnist þess er hún barðist hatrammlega gegn því að Jón Baldvin yrði ráðinn til kennslu við Háskóla Íslands í skugga ásakana frænku hans um að hann hefði skrifað henni klámfengin bréf er hún var mjög ung, auk annarrar áreitni.

Hildur telur það með ólíkindum hvað Jón Baldvin er iðinn við að troða sér fram í sviðsljósið þrátt fyrir stöðugar sögur og umfjallanir um meinta kynferðislega áreitni. Pistill Hildar um málið á Facebook er eftirfarandi:

Í Stundinni í dag stíga fram allskonar hugrakkar konur og lýsa hálfrar aldar kynferðisofbeldisferli þessa skítseiðis og dyggri aðstoð eiginkonu hans við afsakanir, réttlætingar, yfirhylmingar og áframhaldandi ofbeldi.

Á sínum tíma gerðum við Helga Þórey Jónsdóttir ráðningu hans við Háskóla Íslands að umtalsefni í opnu bréfi undir yfirskriftinni; Háskóli Íslands – griðastaður dónakarla? Ég hef áður lýst því hvernig það var að takast á við íslenskt Jóns-dýrkandi samfélag dagana og vikurnar á eftir, ég hefði ekki getað ímyndað mér að svona lítill aktívismi gæti verið svona ofsalega erfiður og átakanlegur.

En ég sé ekki eftir neinu. Eða… næstum því engu. Eins og Helga bendir réttilega á í Facebook-status í dag hljómar það óþægilega aumt og sakleysislegt að kalla hann dónakarl. Ég sé eftir því. Hann er predator. Sögurnar sem koma fram í þessari fimm blaðsíðna umfjöllun í Stundinni í dag eru svo sannarlega ekki allar sögurnar. Hann hefur skilið eftir sig slóð alla tíð og hann er ekki hættur enn. Honum finnst hann aldrei hafa gert neitt rangt.

Í hvert skipti sem ofbeldisferill hans er til opinberrar umfjöllunar hugsa ég með mér að nú hljóti að vera komið gott. Nú hljóti hann að sjá sóma sinn í því að drulla sér úr fjölmiðlunum og hverfa úr sviðsljósinu. En hann getur það ekki. Hann getur ekki hætt að troða sér fram og baða sig í sviðsljósi. Hann mun aldrei hætta því. Ábyrgðin hvílir því á okkur hinum. Hættum að gefa þessum hjónum pláss. Hættum að veita þeim athygli fyrir nokkuð annað en ofbeldisverkin sem þolendur þeirra þurfa að lifa með. Nú er komið nóg. Leyfum þeim að verja ellinni í einrúmi og þögn.

Jón Baldvin Hannibalsson var um árabil formaður Alþýðuflokksins. Hann var utanríkisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins á árunum 1991-1995 undir forsæti Davíðs Oddssonar. Meðal frægra verka Jóns Baldvins sem ráðherra var gerð EES-samningsins við Evrópusambandið og viðurkenning á sjálfstæði Litháens sem á þeim tíma háði harða sjálfsæðisbaráttu við Sovétríkin. Undanfarin ár hefur Jón Baldvin ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og hafa þær ásakanir náð  hámarki í umfjöllun fjölmiðla þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi