fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Sigurjón fór í búð á Spáni: Hvað heldurðu að allt þetta hafi kostað?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. janúar 2019 21:00

Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson hefur dvalið á Spáni undanfarna mánuði og er óhætt að segja að verðlag þar sé töluvert hagstæðara en hér heima.

Sigurjón, sem heldur úti vefmiðlinum Miðjan.is, skrifar stutta en áhugaverða færslu á vefinn í morgun þar sem hann fjallar um innkaup morgunsins, eins og hann orðar það.

Sigurjón hefur áður skrifað um muninn á leiguverði á Íslandi annars vegar og Spáni hins vegar  – segja má að himinn og haf sé á milli þess sem leigjendur greiða fyrir þriggja herbergja íbúðir hér á landi og sambærilega íbúð í Campoamor á Alicante þar sem Sigurjón leigir.

Færslan í morgun snýr þó að litlum innkaupum sem Sigurjón gerði í morgun.

„Fór í búðina og keypti marmelaði, smjörva eða nokkurskonar þannig, 250 grömm eru í öskjunni, tvo snúða og tvö rúnstykki, sem kostuðu hvort rúmar 28 krónur íslenskar. Verðlag hér er umtalsvert lægra en heima. Til fróðleiks er hér mynd af kassakvittuninni. Samtals kostaði það sem ég keypti tæpar 710 krónur íslenskar.“

Sigurjón gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta meðfylgjandi myndir. Í færslunni segist hann lengi hafa ætlað að gera verðsamanburð á Spáni og á Íslandi en ekki gert. Samanburðurinn sé ekki alltaf endilega sanngjarn. Hann hafi þó ákveðið að birta verð á innkaupum morgunsins. Ekki liggur fyrir hvað sambærilegar vörur kosta á Íslandi en leiða má líkur að því að þær kosti töluvert meira.

Sem fyrr segir hefur Sigurjón áður skrifað um muninn á leiguverði en það gerði hann í nóvember síðastliðnum.

„Við leigjum íbúð með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, þvottahúsi, góðu eldhúsi og rúmgóðri og fínni stofu. Fyrir þetta borgum við 750 evrur á mánuði, sem var rétt um 93 þúsund krónur á mánuði þegar samningurinn var gerður. Með falli krónunnar er leigan nú um tíu þúsund krónum hærri en hún var,“ sagði Sigurjón í nóvember. Sambærilegar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu kosta 200 til 300 þúsund krónur á mánuði – allt eftir staðsetningu.

Í sama pistli tjáði Sigurjón sig um hvað kostar að fara út að borða.

„Kvöldverður fyrir tvö, til dæmis pizza eða pastaréttir, eitt vínglas og einn gosdrykkur, kostar oftast innan við tuttugu evrur og aldrei meira en 25 evrur. Það er að hámarki 3.500 krónur.“

Færsla Sigurjóns á Miðjunni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtungur Íslendinga með húðflúr – Konur í meirihluta

Fimmtungur Íslendinga með húðflúr – Konur í meirihluta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sváfu hjá sama manninum: Íslensk fitness-drottning dæmd fyrir slagsmál á Þjóðhátíð

Sváfu hjá sama manninum: Íslensk fitness-drottning dæmd fyrir slagsmál á Þjóðhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynna niðurstöður átakshóps um húsnæðismál

Kynna niðurstöður átakshóps um húsnæðismál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hríðarveður í kvöld og færð gæti spillst

Hríðarveður í kvöld og færð gæti spillst