fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Annað fórnarlamb óðs hunds stígur fram: „Þessi eigandi er greinilega ekki í lagi. Hann horfði á þetta gerast“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. janúar 2019 14:00

Faxafen Hundurinn og eigandi hans.

Fyrir skemmstu var maður bitinn af hundi sem bundinn var fyrir utan Húsgagnahöllina. Hlaut sá maður mikil meiðsl af þeirri árás. Nú stígur fram maður sem segist hafa verið bitinn af sama hundi í haust, fyrir utan Bónus í Faxafeni. Einnig að hann hafi séð hundinn gera tilraun til árásar á annan mann við Bónus í Holtagörðum. Í hans tilviki hafi eigandinn brugðist illa við, ekki tekið ábyrgð á dýrinu heldur sakað manninn um að veitast að hundinum.

 

Fyrirvaralausar árásir

Um síðustu helgi fjallaði DV um hundsárás sem átti sér stað fyrir utan Húsgagnahöllina við Bíldshöfða. Þar var hundur, sennilega einhvers konar blendingsafbrigði af Labrador, bundinn við reiðhjólastand. Járnsmiður að nafni Guðmundur Helgi Stefánsson skrapp inn í apótek og sá hundinn þegar hann kom út. Virtist hann hinn vinalegasti en trylltist síðan og beit Guðmund í fótlegginn og magann. Fékk hann mikið sár og mar og þurfti að leita til læknis. Guðmundur hafði ekki upp á eigandanum en heyrði tal unglinga sem sögðu hundinn þekktan bithund.

„Ég varð fyrir biti af þessum sama hundi, greinilega,“ segir karlmaður á miðjum aldri sem vill ekki láta nafns síns getið. „Samkvæmt lýsingunni finnst mér það mjög líklegt. Ég hef séð þennan hund stökkva alveg fyrirvaralaust á mig og aðra.“

 

Bundinn við grindverk
Blanda af Labrador og Border Collie.

Bitinn í handlegginn

Hundurinn sem um ræðir er blendingur af Labrador og Border Collie. Hann var bundinn við handrið fyrir utan Bónusverslunina í Faxafeni. Atvikið átti sér stað þann 19. september síðastliðinn, um sex leytið að kvöldi.

„Þessi eigandi er greinilega ekki í lagi. Hann horfði á þetta gerast. Ég kom á hjóli og renndi þarna upp að grindverkinu, skammt frá þar sem hundurinn var bundinn. Ég ætlaði að læsa hjólinu mínu við þetta grindverk. Í því sem ég renni hjólinu mínu fram hjá hundinum stökk hann upp að hendinni á mér þar sem ég hélt um stýrið og beit mig. Hann gjörsamlega trylltist.“

Maðurinn segist hafa orðið dauðskelkaður við þessa árás. Eigandinn var þá kominn út og húðskammaði maðurinn hann fyrir þetta.

„Ég sagði honum að þetta væri óður hundur sem þyrfti að lóga. Hann brást þá hinn versti við og ásakaði mig um að hafa ráðist á hundinn. Hann var eins illur og hundurinn.“

 

Stillt upp til að gera fólki lífið leitt

Fékkstu áverka eftir árásina?

„Það mótaði fyrir tannaförum á handleggnum á mér. En það var ekki í gegnum skinnið, þannig að ég var heppinn. Ég fór því ekki til læknis til að fá sprautu eða neitt slíkt, þótt ég hafi ætlað að gera það.“

Hundeigandinn losaði hundinn og héldu þeir á brott. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tók ljósmyndir af þeim eftir orðaskiptin.

Sögunni lýkur ekki við þetta atvik. Skömmu síðar sá maðurinn þennan sama hund, bundinn fyrir utan Bónusverslunina í Holtagörðum.

„Þar sá ég að hundurinn veittist að manni sem var á leiðinni inn í búðina. Ólin var hins vegar ekki nógu löng til að hundurinn gæti bitið hann. Þetta ætti að vera lögreglumál. Það er eins og sé verið að stilla þessum hundi upp til þess að hræða fólk og gera því lífið leitt,“ segir maðurinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kynna niðurstöður átakshóps um húsnæðismál

Kynna niðurstöður átakshóps um húsnæðismál
Fréttir
Í gær

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt
Fyrir 2 dögum

Athyglissjúkir og hæfileikalausir áhrifavaldar

Athyglissjúkir og hæfileikalausir áhrifavaldar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elísabet Ýr: „Jón Baldvin vill að við gleymum Matthildi og Carmen, Maríu og Margréti“

Elísabet Ýr: „Jón Baldvin vill að við gleymum Matthildi og Carmen, Maríu og Margréti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt að 100% hækkun á stöðugjöldum í bílastæðahúsum í Reykjavík

Allt að 100% hækkun á stöðugjöldum í bílastæðahúsum í Reykjavík