fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lovísa Líf efast um feðraveldið: „Almennri rökhyggju er hafnað“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hið svokallaða feðraveldi er hugtak sem mikið hefur verið notað upp á síðkastið og allt sem miður fer í samfélaginu viðist eiga rætur sínar að rekja til þess. Feðraveldi á að vera einhvers konar félagslegt kúgunarkerfi sem byggist á yfirráðum karla og fullyrða sumir að konur hafi ekki jöfn tækifæri á við karla í samfélaginu og að svo hafi verið um aldir.“

Þetta segir Lovísa Líf Jónsdóttir nemandi í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar efast hún um tilvist feðraveldisins og svo má skilja á henni að jafnrétti kynjanna sé mjög gott á Íslandi. „ð svo hafi verið um aldir. Það virðist vera mikið um það í dag að almennri rökhyggju er hafnað og tilfinningar hvers og eins eru allsráðandi, svokallaður póstmódernismi. Sannleikurinn samkvæmt skilgreiningu og tilfinningu hvers og eins verður jafngildur staðreyndum, rökum og vísindum. Oft er jafnvel búið til vandamál sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Gott dæmi um það eru sjálfsmyndarstjórnmál (e. identity politics). Staðan er sú að Skandinavía er fremst í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna og er Ísland þar í forystu,“ segir Lovísa Líf.

Hún vísar til þess að brautskráning kvenna sé meiri á háskólastigi. „Ef við skoðum íslenskt samfélag á grundvelli jafnréttis þarf einnig að skoða það hvar áhugasvið kynjanna liggur. [..] Samkvæmt línuritinu „Brautskráningar á háskólastigi“ frá Hagstofu Íslands má sjá að konur sækja heldur í nám sem tengist heilbrigði og velferð, menntun, landbúnaði, dýralækningum, hugvísindum, listum, þjónustu, félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði á meðan karlar sækja heldur í raunvísindi, stærðfræði, tölvunarfræði, verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Allt er þetta frjálst val hvers og eins einstaklings og sést það hér svart á hvítu hvar áhuginn liggur að meðaltali á milli kynjanna,“ segir Lovísa Líf.

Hún telur karla sækjast fremur í áhrifastöður en konur. „Oft er hinu svokallaða feðraveldi kennt um meirihluta karla í áhrifastöðum samfélagsins. Ástæða þess meirihluta er ekki vegna aukinna tækifæra karla á vinnumarkaði heldur annars vegar vegna þess að þeir sækjast heldur eftir því og hins vegar vegna þess að áhrifastöðu á borð við stjórnun stórfyrirtækis fylgir gríðarlegt álag og oft á tíðum liggja miklar fórnir þar að baki t.d. fjölskyldulíf. Þeir sem sækjast eftir áhrifastöðum þurfa gjarnan að ýta öllu öðru til hliðar til þess að komast á toppinn og eru það frekar karlar sem velja það en konur t.d. vegna barneigna og þess háttar,“ segir Lovísa Líf.

Hún leggur að lokum áherslu á að þetta snúist um val einstaklinga. „Ef við skoðum stöðu kynjanna á Alþingi er hlutfall þingmanna 38% konur og 62% karlar og hlutfall ráðherra fimm konur á móti sex körlum sem er býsna góður árangur. Við höfum öll okkar val hvort sem það er val á námi, starfi eða að bjóða okkur fram til kjörs. Við höfum einnig val um að kjósa og þar að auki hverja við kjósum í kosningum og með því höfum við áhrif á hvernig hlutunum er háttað í samfélaginu. Er ekki frelsið dýrmætt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“