fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Bíll í ljósum logum á Bústaðavegi: Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. febrúar 2019 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíll varð alelda á gatnamótum Bústaðavegar og Litlu-Hlíðar í gærkvöldi, skammt frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Er bíllinn gjörónýtur.

Myndskeið má sjá neðst í fréttinni.

Á vef RÚV segir að bílstjórinn hafi stöðvað á rauðu ljósi og þá hafi eldur fljótlega kviknað undir vélarhlífinni. Fyrstur á vettvang var leigubílstjóri sem beið ekki boðana og lét strax til sín taka á vettvangi. Reif hann upp hurðina hjá bílstjóranum og gerði honum grein fyrir að hann væri í lífshættu. Samkvæmt heimildum DV er þetta í þriðja sinn sem leigubílstjórinn er fyrstur á vettvang þegar eldur hefur logað í ökutæki.

Í eitt skipti slökkti hann sjálfur eldinn áður en slökkvilið mætti á vettvang og notaði til þess malt og appelsín sem hann hafði skömmu áður keypt í verslun.

Eins og sést á myndum hefði getað farið illa en enginn slasaðist.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem tekið var upp skömmu eftir að eldur varð laus undir vélarhlífinni:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“