fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Hróbjartur segir Klaustursmenn opinberlega smánaða: „Getur leitt til sjálfsvígshugsana hjá einstaklingum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 4. febrúar 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hróbjartur Jónatansson, lögmaður, segir þingmennina á Klaustri hafa tekið út sína samfélagslegu refsingu í formi opinberrar smánunar. Þeir hafi beðist afsökunar ítrekað og nú sé mál að opinberri umfjöllun ljúki um málið. Hann segir að opinber smánun sé grafalvarlegt mál. Þetta sé form refsingar sem erfitt sé að hafa hömlur á, þar sem almenningur leikur hlutverk ákæru- og dómsvalds. Þetta fjallaði hann um í aðsendri grein í Morgunblaðinu um helgina og í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.

Stjórnlaust fyrirbrigði

„Þegar kemur að opinberri smánun þá er þetta stjórnlaust fyrirbrigði alveg eins og snjóbolti sem vindur upp á sig,“ sagði Hróbjartur í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgunn. Hann sagðist vera vekja athygli á opinberri smánun sem refsingu, en réttarríkinu starfi af henni mikil ógn. Opinber smánun eða public shaming á ensku, felst í því að fjöldi fólks leggst á eitt og smánar eða niðurlægir einstakling eða einstaklinga vegna einhverrar hegðunar sem átt hefur sér stað. Nærtækasta dæmið í samfélaginu okkar væri umræðan um Klaustursmálið og þá þingmenn sem það mál eruð viðriðnir.  Þegar opinber smánun á sér stað segir Hróbjartur að fólk grípi oft til niðurlægjandi orðfæris, beiti skömmum, ærumeiðingum og jafnvel hótunum um ofbeldi, allt til að ná sér niður á þeim sem talinn er sekur í því samhengi.

Fórnarlömb opinberrar smánunar verða, að sögn Hróbjarts, sjálfir að þolendum. „Þeir eru alltaf í brennidepli umræðunnar sem er ekki gott, hvorki fyrir þá og aðstandendur þeirra.“ Hróbjartur segir að afleiðingar slíkrar smánunar geti verið afar neikvæðar á líf þeirra sem fyrir henni verða.

„Menn hafa bent á það að þeir sem verða fyrir þessu lenda náttúrulega í sálarkreppu og þunglyndi og þetta getur leitt til sjálfsvígshugsana hjá einstaklingum, eins og margir hafa lýst sem hafa lent í þessu.“

Dæmi um opinbera smánun

Gapastokkur nútímans

Í grein sinni í Morgunblaðinu líkir Hróbjartur opinberri smánun við aldagamlar refsiaðferðir, sem löngu hafa verið aflagðar.

„Opinber smánun er refsiaðferð sem á sér aldalanga forsögu og hefur sem betur fer, að mestu verið aflögð í hinum siðmenntaða heimi“

Í stað gapastokksins og brennimerkinga sem áður tíðkuðust birtist hin opinbera smánun nú í umfjöllun fjölmiðla og samfélagsmiðla um fólk.“

Við þetta má bæta við að Hafsteinn Þór Hauksson, lektor í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands, hefur fjallað um það sama. Í febrúar 2017 sagði hann í samtali við Síðdegisútvarpið að fornar smánunar aðferðir á borð við gapastokk hafi verið aflagðar í réttarkerfum ekki vegna þess að þetta skili ekki árangri heldur einmitt að þetta virki of vel. Þetta er of eitrað, þetta er svo skemmandi. Menn leggja þetta niður en svo virðist þetta að vera að koma aftur en þá ekki í kjölfar réttlátrar málsmeðferðar hjá dómstólum heldur svona í réttarsölum samfélagsmiðlanna, eins og ég kalla það.“ Hafsteinn Þór sagði þar enn fremur að opinber smánun veki svo gríðarlega sterkar tilfinningar, jafnvel sterkari tilfinningar en reiði. Vitnaði hann þar í rannsókn sem sýndi fram á ógnvænlegan fjölda aðspurðra sem höfðu hugsað um að deyða aðra manneskju, var ástæðan fyrir slíkum hugsunum oftast sú að viðkomandi hefði verið niðurlægður af ímynduðu fórnarlambinu, en um þessa rannsókn er fjallað í bók Jon RonsonsSo youve been publicly shamed, sem einmitt fjallar um opinbera smánun.

 

Opinber smánun gat falist í því að fólk var látið ganga um nakið á almannafæri til að vera háð og niðurlægt

Opinber smánun söluvara fjölmiðla

Hróbjartur telur fjölmiðla bera ábyrgð á því að Klaustursmálið er enn umtalað. Í grein hans sagði hann það ámælisvert að RÚV hefði fengið Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, ritstýru Stundarinnar, í Silfrið að ræða um Klaustursmenn.

Gefa henni færi á að skreyta sig með eigin dyggðum í löngu máli um siðferðisbresti þingmannanna. Af hennar tali mátti ráða að þingmennirnir væru siðferðislega óhæfir til setu á þingi. Þar fór ekki óhlutdrægur viðmælandi fram enda hefur Stundin beina fjárhagslega hagsmuni af því að viðhalda hinni opinberu smánun þingmannanna til að geta skrifað enn meira um málið (sem þó er ærið fyrir) og selja fleiri blöð og fá fleiri „klikk“ á vefsíðu sína, til að selja fleiri auglýsingar.“

Hróbjartur segir pólitíska andstæðinga einnig nýta sér smánunina til eigin hagsbóta.

„Á Alþingi halda ýmsir andstæðingar þeirra smánuninni áfram af fullri hörku svo sem með því að neita að vinna með þeim, heimta afsögn þeirra úr nefndum og annað álíka í því skyni að upphefja sjálfa sig og mögulega til að hrekja þá af þingi.“

Hróbjartur veltir því að lokum upp hvort að refsingin henti glæpnum.

„Það má því vart sjá hvort er verra í þessu Klaustursmáli svonefnda þegar upp er staðið „glæpurinn“ eða „refsingin“!“

Áhugaverð bók um opinbera smánun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“