fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Tæmdu reikning þriggja ára barns – Sólveig – „Kíkið á heimabankana ykkar og fylgist vel með“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Solveig Rut Sigurðardóttir fékk símtal í gærkvöldi frá 18 ára dreng sem sagði að 3 ára dóttir Solveigar hefði millifært 100 þúsund krónur á reikninginn sinn. Solveig segir á Facebook að hún hafi ekki kannast neitt við málið þar sem um er að ræða læstan framtíðarreikning hjá Íslandsbanka:

„Ég ákvað að at­huga stöðuna í heima­bank­an­um og sá þá að reikn­ing­ur­inn henn­ar var horf­inn úr yf­ir­lit­inu mínu. Þegar ég hringdi svo í bank­ann í morg­un þá spurði starfsmaður­inn mig hvort hún hefði ör­ugg­lega verið með reikn­ing í Íslands­banka, nú eða hvort reikn­ing­ur­inn gæti kannski hafa verið á ann­arri kenni­tölu,“ skrif­ar Sol­veig. „Það var nefni­lega eng­inn reikn­ing­ur á henn­ar kenni­tölu og enga viðskipta­sögu að finna hjá bank­an­um.“

Sólveig segir:

„Bankinn hafði því engar upplýsingar um hvaða reikning barnið hafði átt, hver upphæðin á reikningnum hefði verið eða hvar peningurinn hafði endað. Reikningurinn hafði einfaldlega verið tæmdur og honum síðan eytt. Ég tek aftur fram að um læstan Framtíðarreikning var að ræða sem á ekki að vera hægt að loka/tæma/eyða fyrr en barnið er orðið fjárráða.“

Þá segir Sólveig:

„Þar sem viðskiptasaga barnsins hjá bankanum var orðin að engu þá gat bankinn ekki rakið hvert peningurinn hafði farið nema vegna þess að strákurinn gaf mér upp kennitöluna sína í gær og því var hægt að fletta viðkomandi upp í kerfinu og staðsetja peninginn.“

Barnið er nú komið með nýjan reikning og hefur fengið peninginn til baka.

Solveig segir í samtali við mbl að viðbrögð bankans hafi verið góð og hröð: „Þau skildu ekk­ert í þessu og sögðu mér að það sé eng­inn reikn­ing­ur á kenni­tölu dótt­ur minn­ar inn­an bank­ans, eins og það hafi aldrei verið til neinn reikn­ing­ur.“ Það hafi þurft kennitöluna hjá drengnum til að finna færsluna. Í svari frá Íslandsbanka segir að um hafi verið ræða mannleg mistök þegar loka átti öðrum reikning.

Solveig er mjög þakklát drengnum fyrir að hafa haft samband: „ Ég velti því fyr­ir mér hvernig þetta hefði endað ef þessi heiðarlegi strák­ur hefði ekki hringt og látið okk­ur vita. Þá hefði ég ekki haft neitt í hönd­un­um sem sannaði stöðu reikn­ings­ins. Endi­lega kíkið á heima­bank­ana ykk­ar og fylg­ist vel með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ísraelskar konur hafa gert þetta í 70 ár

Ísraelskar konur hafa gert þetta í 70 ár
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“