fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Guðni hjólar í hannyrðakonu – Sá hana í sjónvarpinu: „Asnaspörk frá athyglissjúkum listamönnum“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hann horfði á heimildarmyndina Garn sem sýnd var á RÚV þann 7. janúar. Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu úthúðar hann Tinnu Þórudóttur Þorvaldar myndlistakonu fyrir orð sem hún lét falla í kvikmyndinni, sem er frá árinu 2016. Myndin fjallar um „hóp alþjóðlegra listamanna sem hefur skapað nýja bylgju nútímalistar þar sem þau umbreyta hefðbundnu handverki, hekli og prjónaskap“, líkt og það er orðað á vef RÚV.

Öfgalistamaður

Guðni segist hafa verið mjög sáttur með myndina til að byrja með, enda fjallar um nokkuð um sauðkindina. „Í lok myndarinnar varð málsvari Íslands sjálfri sér til skammar, fór rangt með og lét sitt eigið egó og pólitískar öfgar spilla annars ágætri mynd um sögu garnsins. Í gamla daga var sagt að verkfræðingarnir myndu pissa upp í vindinn. Í sveitinni var líka sagt að búfræðingarnir gætu ekki búið og horfóðruðu skepnurnar. Og nú þekkjum við eilíf asnaspörk fólks sem telur sig listamenn, eða „nútímalistamenn“, margir þeirra eru oft athyglissjúkir í orðum og gerðum til að ná athygli. Sem betur fer er þessi hópur fámennur. Enginn talar svona um verkfræðinga lengur og búfræðingarnir eru í fremstu röð bændanna,“ segir Guðni í Morgunblaðinu.

Sjá einnig: Textílgraff á götum úti

Guðni nefnir hana aldrei á nafn en DV ræddi við Tinnu fyrir ríflega tveimur árum. Guðni kallar hana öfgalistamann. „En asnaspörk koma enn frá athyglissjúkum listamönnum, oft til að vekja athygli á klessunni eða „gáfum“ sínum. En við Íslendingar megum búa við það að fari íslenskur öfgalistamaður á alþjóðlega sýningu snýtir hann oft þjóð sinni með rauðu eða veifar framan í heiminn grárri dulu,“ segir Guðni.

Rugl í mynd um garn

Guðni vitnar svo að lokum í orð Tinnu sem fóru svo fyrir brjóstið á honum. „Svo fór myndin á flug um víddir veraldarinnar. En í lok myndarinnar kom firran í blessaða konuna og dæmalaus fullyrðing eins og að Ísland hefði verið tekið með hernaði og væri verr statt en „Kúba norðursins“. Hugsið ykkur talsmátann orðréttan: „Eftir andskotans kosningarnar fyrir tveimur árum síðan þegar það var bæði Ólafur Ragnar Grímsson sem hélt áfram sem forseti, og ég er alveg brjáluð yfir, og síðan skelfilega framsóknarmartröðin var kosin yfir okkur og einhvern veginn þjóðin skiptist í tvennt og ég vildi bara skipta landinu líka í tvennt og fá að vera í friði fyrir þessu fólki. En það var ekki hægt og þess vegna flúði ég bara til Kúbu. Þá setti ég sem sagt upp mjög fallegt verk á Laugaveginum sem á stóð „ekki mín ríkisstjórn, ekki minn forseti“ og ég stend við það.“ Hverlags rugl er þetta í annars ágætri mynd um garn?,“ spyr Guðni

Hann segir að lokum að Tinna ætti að vera sem lengst á Kúbu. „Allir gera sér grein fyrir að „góða fólkið“, sem vildi borga Icesave, sem vildi ekki lækka skuldir heimilanna eða taka eignir vogunarsjóðanna, voru á móti fyrrverandi forseta og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. En þessir leiðtogar okkar voru lýðræðislega kosnir og unnu afrek við endurreisn Íslands. Hér var ekki framið valdarán, en það var komið í veg fyrir að við yrðum „Kúba norðursins“. Kæra myndlistarkona! Ég segi nú bara vertu sem lengst á Kúbu í friði en komirðu heim segðu okkur frá lífskjörum þar og pólitísku ástandi,“ segir Guðni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work