fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. janúar 2019 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn á Suðurnesjum lentu í heldur leiðinlegu atviki á Reykjanesbraut í morgun en mikil hálka var á brautinni. Ökumaður einnar bifreiðar missti til dæmis stjórn á bíl sínum á Strandarheiði með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar.

Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér biðlar hún til ökumanna að sýna lögreglumönnum tillitssemi en sú var ekki raunin í morgun. Í tilkynningunni segir:

„Okkar fólk fór að sjálfsögðu á vettvang til aðstoðar, en okkur var verulega brugðið að sjá tillitleysið í okkar garð á slysavettvangi. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikil hálka á Reykjanesbrautinni á umræddum tíma og akstursskilyrði ekki góð. Hámarkshraði á Reykjanesbraut er 90 km/klst miðað við bestu aðstæður, þær aðstæður voru ekki í morgun.“

Þá segir lögreglan:

„Lögreglumenn á vettvangi töluðu um að ökumenn sem óku á hægri akreininni hafi ekki svo mikið sem hægt á sér við vettvanginn og sagði einn lögreglumaður sem var á vettvangi við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel. Sú varð raunin….5 mínútum eftir að hann sagði þetta var ekið aftan á lögreglubifreiðina með þeim afleiðingum að lögreglubifreiðin er talsvert skemmd, hin bifreiðin að öllum líkindum ónýt en það versta að okkar menn og ökumaður hins bílsins finna til eymsla eftir óhappið. Það er einlæg ósk okkar að ökumenn sýni tillitssemi í kringum slysavettvanga og dragi verulega úr hraðanum er þeir nálgast vettvanginn til að koma í veg fyrir frekari slys.  Förum varlega í umferðinni og sýnum hvoru öðru tillitssemi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga