fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. janúar 2019 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason rithöfundur segist víst hafa sent inn umsókn í launasjóð rithöfunda. Það hafi hann gert þann 24. september síðastliðinn. Frá þessu segir Einar í færslu á Facebook-síðu sinni en tilefnið er tölvupóstur sem hann fékk frá formanni nefndarinnar um helgina.

„Vegna umræðu sem orðið hefur um úthlutun listamannalauna hef ég fengið póst frá formanni stjórnar þeirra sem segir að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn frá mér og því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því,“ segir Einar og bætir við að þetta sé fjarri sannleikanum.

„Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt. Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó – sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“

Það vakti athygli á föstudag þegar listamannalaunin fyrir árið voru opinberuð að Einar væri ekki á meðal þeirra sem hlutu náð fyrir augum nefndarinnar. Einar er afkastamikill rithöfundur og hafa bækur hans hlotið mikið lof.

Í samtali við Vísi á föstudag sagði Einar að líklega hafi verk einhverra annarra höfunda þótt merkilegri en sú sem hann skrifar. Hann fékk níu mánuði úthlutaða árið 2017 og sex mánuði í fyrra. Í ljósi þess að hann fékk ekki listamannalaun sagði Einar ljóst að hann þyrfti að finna sér annað að gera á árinu en skrifa bækur.

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að stjórn launasjóðs listamanna muni funda í dag vegna máls Einars. Einar sagði við Fréttablaðið að hann hefði ekki fengið svar frá sjóðnum en Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar launasjóðs listamanna, segir við Morgunblaðið í dag að allir umsækjendur hefðu fengið svarbréf áður en fjölmiðlum var send tilkynning um úthlutun.

Þó nokkrir tjá sig undir færslu Einars og eru allir undrandi á því að Einar hafi ekki fengið úthlutun. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður og sendiherra, þakkar Einari fyrir hans list og hrósar honum sérstaklega fyrir bókina Stormfuglar. Stefán Máni, sem fékk ekki heldur úthlutun, segir einfaldlega: „Þetta eru aumingjar.“

Eiginkona Einars, Hildur Baldursdóttir, staðfestir að Einar hafi samið og sent umsókn eins og öll hin árin á undan. „Ekki beinlínis stund gleði og afslöppunar en þess vegna minnisstæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“