fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Fréttir

Davíð æfur yfir Skaupinu og vill að sýningum þess verði hætt: „Það setti nýjan botn með afgerandi hætti“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 09:39

Svo virðist sem Skaupið í ár hafi farið óvenju illa í þá sem eru lengst til hægri í íslensku samfélagi en í leiðara Morgunblaðsins er það fordæmt. Það má gera ráð fyrir því að þar haldi Davíð Oddsson á penna. DV hefur áður greint frá því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, hafi hjólað í Jón Gnarr, einn höfunda Skaupsins, og að frjálshyggjumenn hafi verið verulega ósáttir við Skaupið.

Sjá einnig: Skiptar skoðanir um Skaupið og þátttöku Jóns Gnarr: „Alkunnur letingi og auðnuleysingi“

Davíð gengur þó sennilega lengst í fordæmingu sinni. „Kosturinn við áramótaskaup Ríkisútvarpsins nú er að það setti nýjan botn með afgerandi hætti. Ganga má út frá því og jafnvel vona að það taki nokkurn tíma að slá þetta met. Engar líkur standa þó til þess að oflátungarnir sem stjórna þessari stofnun og þykjast eiga hana læri nokkuð. Þar á bæ kunna menn sjálfsagt sitthvað, en að skammast sín er þá ekki eitt af því,“ segir í pistlinum.

Skaupið virðist hafa gengið fram af Davíð. „Víst er að enginn algildur mælikvarði er á skemmtigildi en um þetta „skaup“ á þó hið fornkveðna við að það hefði verið fyndnara hefði verið húmor í því. Mest kom á óvart hvað skaupið var ljótt, illgjarnt og hve lágt var lagst og hverra erinda var gengið. Það er nokkurt afrek að halda svo illa á að það var orðið allt að því óviðeigandi að þessi hópur settist allsgáður í dómarasæti yfir klausturmunkum eftir það sem á undan gekk,“ segir Davíð.

Sjá einnig: Hægrimenn ósáttir með Skaupið og vilja eigið Áramótaskaup: „Hommaatriðið var púra áróður“

Hann vitnar svo í Tryggva Gíslason, fyrrverandi skólameistara, og segir hann ekki ganga of langt í að vilja hætta að sýna Skaupið: „Nú er sannarlega kominn tími til að hætta svokölluðu skaupi í RÚV. Oft hefur það verið aumt, en aldrei eins og nú. Gamansemi og góðlátlegt grín er ekki því miður öllum gefið. Þá grípa menn eins og Jón Gnarr til kláms og svívirðinga. Fy fanden, segjum við Danir.“

Davíð fordæmir svo sérstaklega hommaatriðið fræg í Skaupinu: „Og inn í skaupið var eins og skratta úr sauðarlegg skellt baráttuatriði um blóðgjöf þar sem boðskapurinn var að réttur sem kynni að tengjast henni snúist um rétt til að gefa blóð en ekki um réttinn til að mega geta vænst öruggrar blóðgjafar á úrslitastundu!“

Þess má geta að samkvæmt óvísindalegri könnun DV þá fannst flestum það betra en verra. Um þúsund manns töldu það besta Skaupið hingað til meðan 5.471 töldu það frábært. Um 3.200 fannst það sleppa fyrir horn meðan 3.578 fannst það ömurlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Athyglissjúkir og hæfileikalausir áhrifavaldar

Athyglissjúkir og hæfileikalausir áhrifavaldar
Fréttir
Í gær

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sölvi hélt að hann væri kominn með krabbamein eftir hádegisverð með Davíð Oddssyni

Sölvi hélt að hann væri kominn með krabbamein eftir hádegisverð með Davíð Oddssyni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sonja Dröfn: „Hvað gerðu þau til að koma í veg fyrir harmleikinn? Ekkert“

Sonja Dröfn: „Hvað gerðu þau til að koma í veg fyrir harmleikinn? Ekkert“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ölvun og líkamsárásir í tengslum við skemmtanahald í Árbæ

Ölvun og líkamsárásir í tengslum við skemmtanahald í Árbæ