fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Ólýsanlegt áfall“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. september 2018 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíumenn eru margir hverjir í sárum eftir að Þjóðminjasafn landsins brann til kaldra kola í nótt. Um er að ræða gríðarlegt áfall og er talið að mest allt sem var í húsinu sé ónýtt.

Byggingin sem um ræðir var tvö hundruð ára gömul og safnið það stærsta sinnar tegundar í Suður-Ameríku. Á því var að finna þúsundir muna, ævaforna steingervinga sem fundist hafa í landinu, forna gripi frá Egyptalandi, tólf þúsund ára beinagrind, steingerð risaeðlubein og loftstein sem fannst árið 1784 svo örfá dæmi séu tekin.

„Þetta er ólýsanlegt áfall. 200 ára menningararfur er horfinn,“ segir Luiz Duarte, framkvæmdastjóri safnsins, við TV Globo.

Eldsupptök liggja ekki fyrir en málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“