fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Krefjast þess að lágmarkslaun fari í 375 þúsund

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stéttarfélagið Framsýn mun fara fram á að lágmarkslaun á mánuði fyrir fullt starf verði 375 þúsund krónur. Þetta kemur fram í kröfugerð stéttarfélagsins sem birt er á heimasíðu Framsýnar, þar segir að kröfugerðin sé innlegg í sameiginlega kröfugerð Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna.

Framsýn vill að samið verði um krónutöluhækkanir, styttingu vinnuvikunnar og að 80% vaktavinna teljist sem fullt starf. Einnig að starfsmenntun og ábyrgð í starfi verði almennt metin til hærri launa

Við undirbúning kröfugerðarinnar voru gerðar kannanir meðal félagsmanna, vinnustaðir heimsóttir og tveir félagsfundir haldnir, annar á íslensku og hinn á ensku. Fram kemur í kröfugerðinni að skattbyrði hafi aukist mest hjá lágtekjufólki og að því sé eðlilegt að krefjast þess að ríkisstjórnin komi til móts við þann hóp með skattkerfisbreytingum. Skoða þurfi þann möguleika að fjölga skattþrepum eða hækka persónuafslátt fólks á lágmarkslaunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“