fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fréttir

Einar: Leiðinlegt að svikahrappar séu að reyna nýta Kastljós til að pretta saklaust fólk

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 12:56

Einar Þorsteinsson, fréttamaður RÚV, hefur ekki fengið fólk í viðtal í Kastljósi til að græða pening á Bitcoin í beinni útsendingu líkt og falsfréttir á netinu gefa til kynna. Um er að ræða falsfrétt sem gengur um netheima, vefurinn er látinn líta út fyrir að vera vefur Viðskiptablaðsins en ljóst er að sá sem stendur að baki falsfréttinni er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni þar sem efst á síðunni stendur „Viðskiptabaðið“.

Í falsfréttinni er talað um að Björgólfur Guðmundsson, sem eitt sinn var stjórnarformaður Landsbankans, hafi grætt 250 milljarða króna með rafmyntinni Bitcoin. Á Björgólfur að hafa sýnt Einari í beinni útsendingu í Kastljósi hvernig á að græða pening á Bitcoin. Eyjan ræddi við Einar í gær og sagðist hann vera „alveg bit yfir þessu“.

Hann tjáir sig um málið á Fésbók í dag og segir: „Að gefnu tilefni vil ég benda á að þessi vefsíða sem myndin er af er einhver fals-síða til að svíkja peninga út úr fólki. Flestir sjá auðvitað í gegnum svona, en ekki allir. Ég hef fengið fyrirspurnir frá fólki sem hefur efasemdir um að frásögnin sé sönn – en er samt ekki viss,“ segir Einar og bætir við: „Það er leiðinlegt að menn reyni að nýta sér það traust sem Kastljós hefur byggt upp árum saman til að pretta saklaust fólk. Kastljósið hefur sem sagt aldrei fengið fólk í viðtöl til að græða pening í beinni með kaupum á Bitcoin.“

Fréttin með Björgólfi Guðmundssyni er ekki sú eina í dreifingu, önnur sem inniheldur son hans, Björgólf Thor Björgólfsson, og Eggert Magnússon er einnig í dreifingu. Athygli vekur að neðst í fréttinni er gervi-athugasemdakerfi þar sem einstaklingar með íslensk nöfn keppast um að dásama Bitcoin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“