fbpx
Fréttir

Benedikt Bóas biðst afsökunar eftir klúður í beinni: „Það var ljótt af mér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. september 2018 10:52

Benedikt Bóas, blaðamaður Fréttablaðsins

„Ef þú ræður ekki mongólíta í vinnu, sem kunna hlutina, þú þarft að gera app og hefur sjö mánuði til þess, þá ætti það að duga.“ Þetta sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, í Harmageddon í gær.

Þar ræddi Benedikt um „báknið“ í KSÍ, líkt og 433 greindi frá í gær. „Þetta bákn niður í Laugardal, sinnir A-landsliði karla. Þar komast 90 prósent af tekjum, þeir eru búnir að gleyma því að hér sé spilaður fótbolti á sumrin. Það var hrun í mætingu í fyrra, það var fyrsta sumarið þar sem það kostaði 2 þúsund krónur inn, fleira og fleira. KSÍ stofnaði starfshóp um að þessu ætti að taka á, það er níu mánaða bið eftir tímabilinu. Það er nægur tími, er það ekki?“ sagði Benedikt meðal annars.

Benedikt biðst afsökun á því að hafa látið þessi orð falla í stöðufærslu á Facebook. „Klúður. Í kaffileysi morgunsins varð mér á þau mistök að skíta all hressilega í heyið. Sagði orðið mongólíti í niðrandi merkingu í útvarpsviðtali. Það var ljótt af mér og mér þykir þetta miður. Downs félagið Við skulum öll hætta að nota þetta orð á þennan hátt í daglegu tali. Það er nefnilega glatað,” segir Benedikt sem hefur fengið klapp á bakið fyrir að biðjast afsökunar á mistökum sínum en hann merkti sérstaklega Downs-félagið í færsunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna
Fréttir
Í gær

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“
Fréttir
Í gær

Kolbrún húðskammar dónana – „Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra“

Kolbrún húðskammar dónana – „Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra“
Fréttir
Í gær

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segist hata miðaldra karla: „Hata ég þá sjálfan mig?“

Björn Leví segist hata miðaldra karla: „Hata ég þá sjálfan mig?“