fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Benedikt Bóas biðst afsökunar eftir klúður í beinni: „Það var ljótt af mér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. september 2018 10:52

Benedikt Bóas, blaðamaður Fréttablaðsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú ræður ekki mongólíta í vinnu, sem kunna hlutina, þú þarft að gera app og hefur sjö mánuði til þess, þá ætti það að duga.“ Þetta sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, í Harmageddon í gær.

Þar ræddi Benedikt um „báknið“ í KSÍ, líkt og 433 greindi frá í gær. „Þetta bákn niður í Laugardal, sinnir A-landsliði karla. Þar komast 90 prósent af tekjum, þeir eru búnir að gleyma því að hér sé spilaður fótbolti á sumrin. Það var hrun í mætingu í fyrra, það var fyrsta sumarið þar sem það kostaði 2 þúsund krónur inn, fleira og fleira. KSÍ stofnaði starfshóp um að þessu ætti að taka á, það er níu mánaða bið eftir tímabilinu. Það er nægur tími, er það ekki?“ sagði Benedikt meðal annars.

Benedikt biðst afsökun á því að hafa látið þessi orð falla í stöðufærslu á Facebook. „Klúður. Í kaffileysi morgunsins varð mér á þau mistök að skíta all hressilega í heyið. Sagði orðið mongólíti í niðrandi merkingu í útvarpsviðtali. Það var ljótt af mér og mér þykir þetta miður. Downs félagið Við skulum öll hætta að nota þetta orð á þennan hátt í daglegu tali. Það er nefnilega glatað,” segir Benedikt sem hefur fengið klapp á bakið fyrir að biðjast afsökunar á mistökum sínum en hann merkti sérstaklega Downs-félagið í færsunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi