fbpx
Fréttir

Sjáðu Tobba dyravörð skella manni í götuna meðan kona öskrar: „Maðurinn réðst á hann og sló Tobba í andlitið“

Óðinn Svan Óðinsson og Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 25. september 2018 10:56

Fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjálfun dyravarða birtir myndband af nokkuð harkalegum átökum á Facebook-síðu sinni. Myndbandið má sjá hér að neðan, en þar sést dyravörður, sem kallaður er Tobbi, yfirbuga karlmann og skella honum í götuna meðan öskur kvenmanns heyrist.

Það er fullyrt í lýsingu myndbandsins að maðurinn hafi verið kúnni sem Þorbjörn hafi vísað út. Maðurinn ku hafa slegið til Tobba, en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.

Það er Facebook-síðan ISR Matrix – Iceland sem birtir myndband af átökunum en Þorbjörn hefur sótt námskeið hjá félaginu. „Um síðustu helgi var ráðist á ISR iðkandann, Tobba, sem starfar við dyravörslu niðrí miðbæ. Okkar maður var að vísa aðila út af staðnum þegar maðurinn réðst á hann og sló Tobba í andlitið. Tobbi er ekki lengi að bregðast við með „outside reap“ og beint yfir í S-postion„. Fagmannlega gert,“ er skrifað við myndbandið. 

Á Facebook-síðu IRS segir að félagið sérhæfi sig í þjálfun á fólki sem vinnur við hættulegar aðstæður.  Fyrirtækið er meðal annars í eigu Jóns Viðars Arnþórsson, sem er einn stofnenda Mjölnis. Hann lýsti handtöku- og neyðarvarnarkerfinu ISR Matrix svo í viðtali við DV á dögunum: „Þetta eru tök sem henta fólki sem starfar við hættulegar aðstæður, til dæmis lögreglumenn, sérsveitarmenn, hermenn, njósnara, dyraverði, lífverði, flugfreyjur og marga fleiri hópa. Við erum einnig með sérstök neyðarvarnarnámskeið fyrir konur.“

Átök í miðbænum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Stúlkurnar fundnar
Fréttir
Í gær

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“
Fréttir
Í gær

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“
Fréttir
Í gær

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri