fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Mæður reiðar KrakkaRÚV: Jólin ónýt og Tannálfurinn dauður – „Gott að minn 7 ára horfði ekki á barnatímann!“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 21:10

Samsett mynd/Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi mæðra eru ósáttar við barnatíma RÚV, KrakkaRÚV, fyrir að sýna þátt þar sem ensk börn ræða um tilvist Jólasveinsins, Páskahérans og Tannálfsins. Um er að ræða fjórða þátt The World According to Kids, eða Heimssýn barna, sem var á dagskrá RÚV kl. 18 í gær. Eins og áður segir ræða börnin opinskátt um tilvist Jólasveinsins, Tannálfsins og Páskahérans, slíkar umræður hafa oft vakið deilur meðal foreldra enda er um að ræða tilfinningalíf ungra barna.

Það sem börnin sögðu í þættinum fór mikið fyrir brjóstið á mæðrum sem tjáðu sig um málið í Fésbókarhópnum Mæðratips í gærkvöldi, en hópurinn telur rúmlega 17.500 manns.

Móðirin sem vakti fyrst athygli á málinu segir að hún hafi verið að þýða það sem börnin sögðu í þættinum fyrir dóttur sína en hafi þurft að grípa til þess ráðs að ljúga hvað þau voru að segja varðandi tilvist Jólasveinsins og hinna. „Mér finnst þetta frekar fúlt, það geta kannski alveg ungir krakkar lesið textann.“

Önnur móðir segir svo vera: „Gott að minn 7 ára horfði ekki á barnatímann í kvöld! Hann les alltaf texta.“

Margar mæður lýsa vanþóknun sinni á því að þátturinn hafi verið sýndur í barnatímanum og talar ein um að senda skilaboð til dagskrárstjóra KrakkaRÚV vegna málsins.

Hér má horfa á þáttinn á vef KrakkaRÚV. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu