fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hilmar hitti föður sinn daginn áður en honum var ráðinn bani um páskana

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 20:48

Skjáskot af fréttum Stöðvar 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar sem var ráðinn bani síðastliðið vor, er ósáttur við dóminn sem bróðir Ragnars, Valur, fékk í héraðsdómi og spyr sig hvort það dugi að drekka sig fullan og segjast svo ekki muna eftir neinu til að fá 7 ára dóm fyrir að ráða manni bana. Hilmar segir í viðtali sem birt er á vef Vísis að hann hafi hitt föður sinn í síðasta sinn í fermingarveislu daginn áður en honum var ráðinn bani. Hilmar segir:

„Ég skil ekki hvernig hægt er að fá sjö ára dóm fyrir það sem hann gerði. Að murrka úr honum lífið svona, með þessusm barsmíðum.“

Valur var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í gær, sagðist hann ekki muna eftir því að hafa ráðið bróður sínum bana á Gýgjarhóli II síðastliðna pásak en sagðist hann vera viss um að hafa ekki ætlað að ráða bróður sínum bana. Börn Ragnars eru ósátt við dóminn, sagði Ingi Rafn Ragnarsson á Fésbók í gær að systkinin fjögur hafi ekki fengið frið til að syrgja föður sinn þar sem fjölskylda og vinir væru í áróðursherferð gegn sér og látnum föður þeirra.

Sjá einnig: Sonur Ragnars segir að börnin hafi ekki fengið frið vegna skipulagðs áróðurs frá ættingjum og vinum

Hilmar segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann sé mjög hissa á dómnum. Setur hann stórt spurningamerki við að vörn Vals: „Ef þú ætlar að drepa mann, er þá bara langbest að fá sér í glas, verða fullur og ganga svona í skrokka á manni og bera svo við minnisleysi, muna bara ekkert. Maður er eiginlega bara orðlaus yfir þessu,“ segir Hilmar. „Maður liggur þarna, jafnvel dáinn, með höfuðáverka sem valda því að hann ælir. Að það sé svo hægt að halda áfram eftir það og að það sé ekki af ásetningi skil ég ekki.“

Hann segir að systkinin hafi búist við 16 ára fangelsi yfir föðurbróður sínum þar sem faðir þeirra hafi verið svo illa farinn af barsmíðum en þau fengu að sjá hann í kistulagninunni. „Barnabörnin hans gátu ekki séð afa sinn, hann var það illa farinn, það var ekki mælst til þess. Við fengum að sjá hann, pabba okkar,“ segir Hilmar með tárin í augunum.

Hilmar segir að tíminn lækni ekki neitt, hann er þó glaður að hafa náð að faðma föður sinn í síðasta sinn í fermingarveislu daginn áður en hann lést: „Við erum báðir lokaðir menn en ég var þó ánægður með það að ég faðmaði kallinn.“

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat