fbpx
Fréttir

Fer í mál við Facebook fyrir að „vera látin stara á barnaklám, pyntingar og morð allan daginn“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 21:30

Fyrrverandi starfsmaður Facebook hefur höfðað mál á hendur samskiptamiðlarisanum fyrir að hafa valdið sér áfallastreituröskun. Selina Scola starfaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu í níu mánuði við að fara í gengum færslur sem aðrir notendur höfðu tilkynnt.

„Á hverjum degi birta notendur Facebook milljónum myndbanda af barnaníði, nauðgunum, pyntingum, dýraníði, afhöfðunum, sjálfsvígum og morðum,“ segir í greinargerð Scola. Þar segir einnig að Facebook treysti á starfsfólk eins og Scola til að sía út slíkt efni af samfélagsmiðlinum. Hún og samstarfsmenn sínir skoði að meðaltali 10 milljón slíkar færslur í hverri viku og magnið sé slíkt að hún þjáist af áfallastreituröskun. Byggir málssóknin að miklu leyti á að Facebook hafi ekki tryggt að starfsfólkið fái ekki sálfræðiþjónustu.

Segir í greinargerðinni, sem bandarískir fjölmiðlar greina frá í dag, að Scola sé með það mikla áfallastreituröskun að hún geti ekki snert tölvumús eða farið inn í kalda byggingu þar sem hún hafi verið „látin stara á barnaklám, pyntingar og morð allan daginn“. Facebook hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir fíkla ekki ráða sér sjálfir: „Hlutur viljans í þessu öllu saman er afskaplega lítill“

Segir fíkla ekki ráða sér sjálfir: „Hlutur viljans í þessu öllu saman er afskaplega lítill“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Haukur stóð á nærbuxunum inni í stofu með hóp ferðamanna fyrir utan

Haukur stóð á nærbuxunum inni í stofu með hóp ferðamanna fyrir utan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Svo stressaður á steypudælunni að hann reykti 35 pakka af sígarettum – „Eftir fimm ár í karamellunni ákvað ég að söðla um“

Svo stressaður á steypudælunni að hann reykti 35 pakka af sígarettum – „Eftir fimm ár í karamellunni ákvað ég að söðla um“
Fréttir
Í gær

Drundhjassar á Akureyri – Rassþung börn skemma grindverk: „Mig langaði til að setja gaddavírsstreng“

Drundhjassar á Akureyri – Rassþung börn skemma grindverk: „Mig langaði til að setja gaddavírsstreng“
Fréttir
Í gær

„Það er algjörlega verið að leika sér með lífið okkar í rússneskri rúllettu“

„Það er algjörlega verið að leika sér með lífið okkar í rússneskri rúllettu“
Fréttir
Í gær

Margrét eyddi 600 tímum í eftirlit með bragganum – Samt langt yfir áætlun – Ótrúlegar upphæðir

Margrét eyddi 600 tímum í eftirlit með bragganum – Samt langt yfir áætlun – Ótrúlegar upphæðir