fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Einar Bárðarson ósáttur við OR: Framtíð lítillar fjölskyldu sett í fullkomna óvissu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. september 2018 08:50

Bjarni Már og Einar Bárðarson voru í eldlínunni í umræðunni um málefni OR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag erum við á sextánda degi frá því að Áslaug Thelma var rekin frá ON. Ennþá hefur hún ekki fengið skýringar á því af hverjum henni var sagt upp. Framkvæmdastjóranum sem sagði henni upp hefur verið sagt upp, forstjóranum sem reyndi að hylma yfir með honum hefur verið boðið að sitja í fríi tvo mánuði allavega til að byrja með. Framtíð og framfærsla lítillar fjölskyldu sett í fullkomna óvissu á engum réttlætanlegum forsendum,.“ skrifar Einar Bárðarson í nýjum pistli um ON-málið.

Fyrir stuttu síðan var Bjarna Má Júlíussyni, forstjórna Orku náttúrunnar, sem er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, vikið frá störfum vegna ásakana um áreitni og óviðeigandi framkomu. Áslaug Thelma Einarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri fyrirtækisins, hafði kvartað undan framferði Bjarna en henni var í kjölfarið vikið frá störfum – án skýringa, að sögn hennar og Einars Bárðarsonar, eiginmanns hennar.

Forstjóri OR, Bjarni Bjarnason, hefur stigið tímabundið til hliðar vegna mála forstjórans og Helga Jónsdóttir tekið við starfi hans. Helga hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hún ætli að ræða við Áslaugu um hennar mál, en ekki hefur enn orðið af því.

Einar segir að Áslaug hafi margoft á 18 mánaða tímabili tilkynnt um óviðeigandi framkomu, áreiti og eineltistilburði. Áslaugu hafi hins vegar verið sagt upp störfum og hún haldi ekki lögbundnum starfskjörum sínum í þrjá mánuði. Bráðum verði síminn sem hún hafði frá fyrirtækinu tekinn af henni.

 

Pistill Einars er eftirfarandi:

Í dag erum við á sextánda degi frá því að Áslaug Thelma var rekin frá ON. Ennþá hefur hún ekki fengið skýringar á því af hverjum henni var sagt upp. Framkvæmdastjóranum sem sagði henni upp hefur verið sagt upp, forstjóranum sem reyndi að hylma yfir með honum hefur verið boðið að sitja í fríi tvo mánuði allavega til að byrja með. Framtíð og framfærsla lítillar fjölskyldu sett í fullkomið óvissu á engum réttlætanlegum forsendum. Þar sem Áslaug vann sér til sakar var að tilkynna margoft í yfir 18 mánaða tímabil óviðeigandi framkomu, áreiti og eineltistilburði. En auðvitað „óformlega“ eins og starfsmannastjórinn hefur bent á 🙂 (broskarl til merkis um kaldhæðni)

 Nýr forstjóri lét hafa eftir sér í fjölmiðlum fyrir helgi að hún ætlaði að heyra í Áslaugu Thelmu hið fyrsta. Nú er nýr forstjóri kominn til vinnu og haft var eftir henni í fréttum í gærkvöldi og blöðum í morgun að það væri ásetningur hennar að reyna að ná í Áslaugu Thelmu fyrir helgi.

Okkur sem þykir vænt um Áslaugu og stöndum með henni í gegnum þetta fíaskó finnst það allavega hafa dottið eitthvað neðar á forgangslistann hjá nýja forstjóranum að heyra frá Áslaugu. En svo því sé haldið til haga þá hefur engin frá ON/OR talað við hana ennþá eftir að þessi atburðarás komst upp á yfirborðið og ON og OR neyddust til að fara að vinna eftir gildum sínum og loforðum.

Það er kannski einhverskonar svartur húmor hins nýja forstjóra eða kannski hefur hún bara í raun EKKERT kynnt sér mál Áslaugar … EN EINMITT um helgina LOKAR OR/ON símanum hennar Áslaugar þannig að nú verður spennandi sjá hvort þeim tekst að ná í hana fyrir þann tíma 🙂

Ég sver það ég er ekki að búa þetta til.

Ergo: Hún fékk ekki einu sinni að halda starfskjörum sínum út uppsagnatímann sem þó eru samningsbundnir til 3 mánaða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“