fbpx
Fréttir

Bubbi opnar sig um kynferðisofbeldið: „Þetta markaði öll samskipti mín við konur“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 25. september 2018 10:22

„Það er ekki fyrr en á efri árum að ég fæ kjarkinn til að setjast niður og segja: „þetta gerðist,“ segir tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens. Bubbi varð fyrir kynferðislegri misnotkun sem ungur maður og setti það mark sitt á allt hans líf.

Bubbi tjáir sig um kynferðisofbeldið í sjónvarpsþættinum Með Loga sem sýndur verður í Sjónvarpi Símans næstkomandi fimmtudagskvöld.

Hann tjáði sig einnig um þessa reynslu í útvarpsþættinum Eftir Hádegi sem fluttur var á RÚV á seinasta ári.Þar sagðist hann ennþá vera að vinna í sínum málum.

„Við sem verðum fyrir ofbeldi sem börn, þeir karlmenn verða ekki langlífir. Þeir beita aðra ofbeldi, misnota áfengi og eiturlyf, deyja úr krabbameini og skilja. Þeir verða á milli tveggja heima einhvern veginn ef þeim ber ekki gæfa til að fá hjálp og vinna úr sínum málum.“

Í ofangreindu viðtali við Loga Bergmann segir Bubbi að ofbeldið hafi breytt öllu lífi hans.

„Að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi markar viðkomandi það sem eftir er. Ég tala nú ekki um ef þú nærð ekki að vinna úr því eða gera eitthvað í þínum málum.

Vegna þess að þetta markaði öll samskipti mín við konur. Þetta markaði öll samskipti mín við fólk almennt. Þetta eyðilagði samband mitt við sjálfan mig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Stúlkurnar fundnar
Fréttir
Í gær

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“
Fréttir
Í gær

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“
Fréttir
Í gær

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri