fbpx
Fréttir

Björgvin stórslasaður eftir stíflueyði – Þetta verður þú að vita – Ekki fyrir viðkvæma

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 25. september 2018 19:21

Svona lítur efnabruni út. Fyrsta myndin sem er tekinn. Þarna er efnið ennþá að brenna á degi eitt.

„Þann 15. júlí síðastliðinn var ég að opna brúsa af stíflueyði, sem ég hef svo oft gert og notað í gegnum árin án sérstakrar fyrirhyggju. En það vildi svo óheppilega til að þegar ég opnaði brúsann þá einfaldlega gaus upp úr flöskunni, sem varð til þess að ég slasaði mig töluvert mikið, áverkar voru 3. stigs sýrubruni á læri og minni bruni á handarbaki og svo urðu miklar skemmdir á baðherberginu.“

Þetta segir Björgvin Jónsson sem stórslasaðist eftir að hafa notað stíflueyði. Í samtali við DV segir Björgvin að fari fólk ekki varlega með þessi hættulegu efni sé hætta á alvarlegu slysi. Eins og sjá má á myndum var Björgvin alvarlega slasaður. Hann ákvað að opna sig fyrst um málið á Feykir.is í þeim tilgangi að minna fólk á slysahættu sem oft fylgir notkun hreinsiefna. Samkvæmt heimildum DV er Umhverfisstofnun með málið til rannsóknar.

Dagur tvö

Handklæði og sokkurinn bráðnuðuðu

Í samtali við DV sagði Björgvinn að umtalsverðar skemmdir hefði orðið á baðherberginu á heimilunu hans ásamt því að sokkur hans og handklæði hafi hreinlega bráðnað. „Þegar lögreglan kom að taka myndir eftir slysið sáu þeir bara brúnan drullupoll þar sem handklæðið hafði verið áður sem ég notaði til að þurka upp stíflueyðinn með.“ Um var að ræða stíflueyði sem heitir One shot, en Björgvin leggur áherslu á að þetta sé ekki bundið við tegund. Varlega þurfi að fara með allan stíflueyði.

Sárið orðið stærra og verra

Björgvin segir það mikla mildi að efnið hafi ekki farið í augu hans eða börnin verið nærri. Þá þakkar skjótum og hröðum viðbrögðum sjúkraflutningamanna og lögreglumanna. Þá þakka Björgvin starfsfólki á Landspítalanum og heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og á Akureyri.

„Ég hvet því fólk eindregið að fara ofur varlega með þessi efni. Efnið sem ég notaði inniheldur t.d. 91% brennisteinssýru og aftan á brúsanum stendur að við notkun skuli viðkomandi vera í hönskum. Já, bara í hönskum! Að mínu mati er það ekki nóg, heldur þyrfti að vera í alvöru gúmmíhönskum, með plast svuntu, með öryggisgleraugu og vera í skóm því það getur skipt gríðarlega miklu máli.“

Þá segir Björgvin enn fremur: „Munum að geyma efnin í læstu rými eða það ofarlega að börn nái ekki til þeirra. Ég hvet einnig verslunareigendur til að huga að þessum málum, þar sem þessi efni eru alltof oft í opnum hillum eða rekkum þar sem börn ná auðveldlega til. Gleymum okkur ekki, varkárni og varúð varnar slysum.“

Þarna er búið að skera allt í burtu sem brann.
Búið að sauma sárið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sólveig húðskammar ritstjóra Markaðarins: „Hörður bókstaflega gengur af göflunum“ – „Grenjaði minna“ þegar hún fjórbraut á sér öxlina

Sólveig húðskammar ritstjóra Markaðarins: „Hörður bókstaflega gengur af göflunum“ – „Grenjaði minna“ þegar hún fjórbraut á sér öxlina
Fyrir 23 klukkutímum

Morðið í miðasölunni


Morðið í miðasölunni

Fréttir
Í gær

Hjörtur stöðvaði þjóf – Lét nokkur vel valin orð falla

Hjörtur stöðvaði þjóf – Lét nokkur vel valin orð falla
Fréttir
Í gær

Hildur Lilliendahl: „Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“

Hildur Lilliendahl: „Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“
Fréttir
Í gær

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“
Fréttir
Í gær

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“