fbpx
Fréttir

Baunar á Katrínu, Lilju og Bjarna – Í sama flokki og andfúl tröll – Sjáðu myndbandið

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. september 2018 12:48

Skjáskot úr myndbandinu. Samsett mynd.

Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins, segir að tröll hafi stolið árshátíð starfsmanna stjórnarráðsins. Þetta segir hún við Björn Malmquist, fréttamann RÚV, í leiknu myndbandi sem sent var á starfsmenn. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu.

Líkt og greint var frá í morgun stóð til að halda árshátíðina þann 6.október en árshátíðinni var frestað vegna afskipta Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem vildu ekki halda hana á 10 ára afmæli bankahrunsins.

Sjá einnig: Katrín og Lilja setja djammbann – Engin árshátíð í Stjórnarráðinu vegna afmælis hrunsins

Nokkur óánægja gætti meðal starfsmanna vegna þessa og er óánægjunni slegið upp í myndbandinu.

Tröllin eru frá sýningu Egils Snæbjörnssonar frá Feneyjartvíæringinn í fyrra. Þau eru sett við hlið mynda af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og sagt að þau séu tröllin sem stálu árshátíðinni.

„Ég sá sjálf undir hælana á þessum tveimur tröllum á leiðinni hér út úr húsinu. Ég þekki þau vel. Þetta er ófyrirleitni af einhverju tagi sem ég hef ekki þekkt áður. Ég er miður mín,“ segir Ásta í myndbandinu. Annar starfsmaður lýsir tröllunum sem „viðurstyggilegum verum“, andfúlum og með nef sem minni helst á maðkaða kartöflu.

Hér má sjá myndbandið í heild sinni:

Árshátíðin fer fram þann 6. apríl 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir fíkla ekki ráða sér sjálfir: „Hlutur viljans í þessu öllu saman er afskaplega lítill“

Segir fíkla ekki ráða sér sjálfir: „Hlutur viljans í þessu öllu saman er afskaplega lítill“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Haukur stóð á nærbuxunum inni í stofu með hóp ferðamanna fyrir utan

Haukur stóð á nærbuxunum inni í stofu með hóp ferðamanna fyrir utan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Svo stressaður á steypudælunni að hann reykti 35 pakka af sígarettum – „Eftir fimm ár í karamellunni ákvað ég að söðla um“

Svo stressaður á steypudælunni að hann reykti 35 pakka af sígarettum – „Eftir fimm ár í karamellunni ákvað ég að söðla um“
Fréttir
Í gær

Drundhjassar á Akureyri – Rassþung börn skemma grindverk: „Mig langaði til að setja gaddavírsstreng“

Drundhjassar á Akureyri – Rassþung börn skemma grindverk: „Mig langaði til að setja gaddavírsstreng“
Fréttir
Í gær

„Það er algjörlega verið að leika sér með lífið okkar í rússneskri rúllettu“

„Það er algjörlega verið að leika sér með lífið okkar í rússneskri rúllettu“
Fréttir
Í gær

Margrét eyddi 600 tímum í eftirlit með bragganum – Samt langt yfir áætlun – Ótrúlegar upphæðir

Margrét eyddi 600 tímum í eftirlit með bragganum – Samt langt yfir áætlun – Ótrúlegar upphæðir